Mánudaginn 14. maí kom út skýrsla Ríkisendurskoðunar um stjórnsýslu fornleifaverndar á Íslandi. Skýrslan hefur verið í vinnslu í tæpt ár. Minjastofnun Íslands fagnar skýrslunni og tekur heilshugar undir þær ábendingar sem þar koma fram. Sérstaklega vill stofnunin benda á þriðja kafla skýrslunnar þar sem fjallað er um mikilvægi fornleifaskráningar fyrir íslenskt samfélag og sem grundvöll allrar ákvarðanatöku varðandi nýtingu, rannsóknir og varðveislu minja á Íslandi. Skýrslu Ríkisendurskoðunar má nálgast hér.