Opnað hefur verið fyrir umsóknir vegna viðurkenningar Europa Nostra/European Heritage Awards fyrir árið 2022. Viðurkenningin er veitt fyrir framúrskarandi árangur á sviði verndunar menningararfleifðar. Nánari upplýsingar má nálgast hér. Umsóknarfrestur er til 1. febrúar 2022. Árið 2016 hlaut endurbygging Franska spítalans á Fáskrúðsfirði viðurkenningu Europa Nostra, fyrst íslenskra verkefna.
Opnað hefur verið fyrir þátttöku í European Heritage Days Stories. Þátttökurétt hafa þeir sem: sem staðið hafa fyrir viðburðum í tengslum við menningarminjadaga Evrópu á árunum 2018-2021, eru handhafar European Heritage Label og/eða Europa Nostra viðurkenningar/European Heritage Awards. Nánar má lesa um European Heritage Days Stories hér. Frestur til að senda inn sögur er til 17. janúar 2022.