Rúnar Leifsson, minjavörður Austurlands, og Pétur Ármannsson, arkitekt og sviðsstjóri Umhverfis- og skipulagssviðs, fóru í visitasíuferð um Austfirði dagana 15. og 16. júní. Farið var vítt og breitt um Fjarðabyggð og Seyðisfjörð og ýmis hús og mannvirki skoðuð, þ.á.m. Dalatangaviti, byggður 1895, sem meðfylgjandi mynd er af.