Facebook icon Twitter icon Forward icon

Menningararfsár Evrópu sett

Þriðjudaginn 30. janúar var Menningararfsár Evrópu sett formlega á Íslandi. Viðburðurinn var haldin í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, setti menningararfsárið formlega auk þess sem Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Minjastofnunar Íslands, sagði frá menningararfsárinu, markmiðum þess og dagskrá á Íslandi.
Minjastofnun Íslands var falið af Mennta- og menningarmálaráðuneytinu að vera í forsvari vegna skipulagningar Menningararfsárs Evrópu 2018 hér á landi. Minjastofnun sér um um að veita upplýsingar um árið og halda utan um dagskrá þess, í samvinnu við aðrar menningarstofnanir sem fara með verndun menningararfsins; Þjóðminjasafn Íslands, Árnastofnun, Listasafn Íslands, Náttúruminjasafn Íslands og Þjóðskjalasafn Íslands.


Hér má m.a. nálgast erindi Kristínar Huldar og Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra.
Dagskrá menningararfsársins á Íslandi má nálgast hér
Fésbókarsíðu Menningararfsársins má nálgast hér

Stefna Minjastofnunar Íslands

Ný stefna Minjastofnunar Íslands um starfsemi stofnunarinnar hefur nú verið gefin út á heimasíðu stofnunarinnar. Prentuð eintök af stefnunni verða fljótlega aðgengileg á öllum stafsstöðum stofnunarinnar. Aðgerðaáætlun með stefnunni verður birt á heimasíðu stofnunarinnar í apríl.


Stefnuna má nálgast hér.

Sjóðirnir

Verið er að leggja lokahönd á vinnu við ákvörðun úthlutana úr fornminja- og húsafriðunarsjóðum. Niðurstöður úthlutananna munu liggja fyrir í kringum 15. mars og verður tilkynnt um þær bæði á heimasíðu Minjastofnunar og á Facebook síðu stofnunarinnar.

Starfsmannamál

Einar Ísaksson, minjavörður Vestfjarða, lét af störfum hjá Minjastofnun Íslands frá og með 1. mars. Vill stofnunin þakka honum vel unnin störf og góða viðkynningu á liðnum árum. Sigurður Bergsteinsson, verkefnastjóri, sinnir verkefnum á Vestfjörðum þar til annað verður ákveðið.

Guðlaug Vilbogadóttir, verkefnastjóri, er komin í veikindaleyfi fram í apríl.

Ásta Hermannsdóttir, verkefnastjóri, fer í veikindaleyfi frá og með 14. mars um óákveðinn tíma.

Sólrún Inga Traustadóttir hefur verið ráðin tímabundið til starfa við stofnunina vegna þess mikla álags sem á stofnuninni er og fyrirsjáanlegt er að verði viðvarandi fram á vorið.

Erlent samstarf

European Heritage Legal Forum (EHLF)
Minjastofnun Íslands á aðild að European Heritage Legal Forum (EHLF) og er Rúnar Leifsson, minjavörður Norðurlands eystra, nýr fulltrúi stofnunarinnar í nefndinni. EHLF var stofnuð fyrir 10 árum síðan sem sérstök nefnd undir European Heritage Heads Forum (EHHF). Markmið EHLF er að fylgjast með lagasetningu í Evrópusambandinu (ESB) sem hefur áhrif á menningarminjar. EHLF skal tryggja að upplýsingar um lagafrumvörp sem eru í undirbúningi hjá ESB, sem og um mögulegar afleiðingar þeirra á menningarminjar, berist til minjaverndaryfirvalda í hverju landi. EHLF gefur einnig ráð varðandi viðeigandi viðbrögð EHHF við lagafrumvörpum ESB, með það að markmiði að koma megi í veg fyrir neikvæð áhrif þeirra á menningarminjar.

Ásta Hermannsdóttir, verkefnastjóri, fór á fund í Skotlandi dagana 21.-22. mars í tengslum við CINE verkefnið (Tenging náttúru- og menningarminja í umhverfi Norðurslóða). Á fundinum var rætt um þátttöku samfélaga (community engagement), sam-vinnslu (co-production) og sam-sköpun (co-creation) í tengslum við viðfangsefni verkefnisins. Nánari útlistun á verkefninu má finna hér.

Ristjóri: Ásta Hermannsdóttir

Ábyrgðarmaður: Kristín Huld Sigurðardóttir

Útgáfudagur: 7. mars 2018