Facebook icon Twitter icon Forward icon

Menningararfurinn – stefna um varðveislu og aðgengi

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur samþykkt tillögur að tveimur stefnum um menningararf og safnamál. Önnur þeirra, Menningararfurinn - stefna um varðveislu og aðgengi, var unnin undir forystu Minjastofnunar Íslands og samkvæmt ákvæðum laga um menningarminjar nr. 80/2012. Stefnan var unnin af tíu manna stýrihópi ásamt ráðgjöfum og verkefnastjóra á árunum 2018-2020. Tillögu var skilað til mennta- og menningarmálaráðuneytis í desember 2020 og var hún samþykkt nú í júní 2021.
Stefnuna og nánari upplýsingar má nálgast hér.

Skipun fornminjanefndar

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur skipað fornminjanefnd sbr. ákvæði 8. gr. laga um menningarminjar. Skipunartímabil er frá 1. júlí 2021 til 30. júní 2025.

Fornminjanefnd er þannig skipuð:
Andrés Skúlason formaður, skipaður án tilnefningar,
Ármann Guðmundsson varaformaður, tilnefndur af Félagi fornleifafræðinga,
María Karen Sigurðardóttir tilnefnd af Félagi norrænna forvarða,
Andrés Pétursson tilnefndur af Rannís,
Anna Guðrún Björnsdóttir tilnefnd af Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

Varamenn eru:
Ragnheiður H. Þórarinsdóttir skipuð án tilnefningar,
Guðmundur Ólafsson tilnefndur af Félagi fornleifafræðinga,
Sigríður Þorgeirsdóttir tilnefnd af Félagi norrænna forvarða,
Steinunn S. Jakobsdóttir tilnefnd af Rannís,
Valur Rafn Halldórsson tilnefndur af Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
Nánari upplýsingar um fornminjanefnd má finna hér.

Minjaráð Reykjavíkur og nágrennis

Minjaráð Reykjavíkur og nágrennis var fullskipað í sumarbyrjun.
Minjaráðið skipa:

Henny Hafsteinsdóttir, formaður, minjavörður Reykjavíkur og nágrennis.
Auður Dagný Kristjánsdóttir, aðalmaður, Nikulás Úlfar Másson, varamaður, skipuð af sambandi sveitarfélaga.
Guðbrandur Benediktsson, aðalmaður, Finnur Ingimarsson, varamaður, skipaðir af Safnaráði.
Anna María Bogadóttir, aðalmaður, Magnús Guðmundsson, aðalmaður, Jakob Jakobsson, varamaður, Hrefna Sigríður Bjartmarsdóttir, varamaður, skipuð af Minjastofnun Íslands.


Upplýsingar um öll minjaráð og fundargerðir minjaráða má nálgast hér undir hverju minjasvæði fyrir sig.

Sumarstarfsmenn

Þar sem átak ríkisins í sumarvinnu fyrir námsmenn gaf svo góða raun hjá Minjastofnun á síðasta ári var ákveðið að ráða fleiri starfsmenn í sumar. Alls eru tíu námsmenn komnir til starfa hjá stofnuninni og vinna þeir að ýmiskonar verkefnum, svo sem í miðlun, skráningu- og kortlagningu fornminja, aðstoð við minjaverði, gerð verndaráætlana, endurbótum á heimasíðu, aðstoð á skrifstofu og lögfræði.

Muninn

Minjastofnun hefur unnið að gerð smáforrits, Muninn, í samstarfi við St. Andrews háskólann í Skotlandi og í tengslum við CINE verkefnið sem stofnunin var aðili að. Smáforritinu er ætlað að vekja áhuga almennings á fornleifum og minjavernd á Íslandi. Einnig er forritinu ætlað að virkja krafta almennings til að aðstoða Minjastofnun við eftirlit með fornleifum í landinu, en gróflega er áætlað að þær séu á bilinu 200-300 þúsund. Þessi útgáfa af forritinu inniheldur einfaldar upplýsingar um rúmlega 8000 fornleifar víðsvegar um landið, sem fengnar eru úr gagnagrunni Minjastofnunar. Áætlað er að þessar upplýsingar verði uppfærðar reglulega og mun þessi tala því fara hækkandi þegar fram líða stundir.

Forritið er aðgengilegt í prufuútgáfu og er útlit þess því enn mjög hrátt. Lögð er áhersla á að prófa virkni þess áður en farið verður í frekari þróun varðandi útlit. Forritið er einungis aðgengilegt fyrir Android kerfi enn sem komið er.

Við hvetjum áhugasama til að hlaða niður forritinu og prófa það á ferðum sínum um landið í sumar. Mjög fljótleg og einfalt á að vera að setja inn færslur.

Hægt er að senda ábendingar um virkni forritsins á skraning@minjastofnun.is .

Hér má nálgast forritið í Play Store.

16. júlí 2021

Ábyrgðarmaður: Kristín Huld Sigurðardóttir

Ritstjóri: Ásta Hermannsdóttir