Á síðustu misserum hefur Minjastofnun tekið upp á því að deila ýmsu skemmtilegu og áhugaverðu efni á samfélagsmiðlasíðum stofnunarinnar; Facebook og Instagram. Er þetta gert bæði til skemmtunar en einnig til að vekja athygli á menningarminjum og kynna starfsfólk stofnunarinnar. Dæmi um þessar færslur er myndasyrpan „fyrir og eftir“ sem sýnir myndir af friðuðum eða friðlýstum mannvirkjum fyrir og eftir endurbætur og vinnumyndir af starfsfólki stofnunarinnar – bæði gamlar og nýjar. Einnig minnum við á fréttaþráðinn okkar á heimasíðunni þar sem birtar eru nýjustu fréttir um ýmis mál í tengslum við menningarminjar eða starfsemi stofnunarinnar.
Á myndinni hér til hliðar má sjá Kristinn Magnússon, fornleifafræðing, vinna við uppgröft á túninu við Nesstofu á Seltjarnarnesi árið 1993. Kristinn er nú verkefnastjóri á minjavarðasviði hjá Minjastofnun Íslands.