Facebook icon Twitter icon Forward icon

Breyttur opnunartími

Opnunartími skrifstofa Minjastofnunar Íslands um allt land er nú kl. 9-12 og 13-15 alla virka daga.

Hægt er að senda starfsfólki tölvupóst utan þess tíma.

Sjóðir

Umsóknarfrestur vegna úthlutana úr húsafriðunarsjóði 2021 rann út 1. desember 2020. Alls bárust 360 umsóknir um styrki úr sjóðnum að þessu sinni og sótt var um samtals 1,5 milljarð króna. Er þetta metfjöldi umsókna. Einungis einu sinni áður hafa umsóknir farið yfir 300, en það var árið 2015 þegar umsóknir voru 309. 

Umsóknarfestur vegna úthlutana úr fornminjasjóði 2021 rann út 11. janúar 2021. Alls bárust 61 umsókn um styrki úr sjóðnum að þessu sinni, að samtals upphæð rúmlega 157 milljónir.


Verið er að fara yfir umsóknir og mun niðurstaða varðandi úthlutanir úr báðum sjóðum liggja fyrir um miðjan mars.

Mannauðsmál

María Gísladóttir, verkefnastjóri, er komin aftur til starfa að loknu barnsburðarleyfi.


Henny Hafsteinsdóttir, nýr minjavörður Reykjavíkur og nágrennis, hefur frá ársbyrjun hægt og rólega verið að komast inn í starfsemi Minjastofnunar og starf minjavarðar, en hún hefur störf af fullum krafti þann 1. febrúar.

Seyðisfjörður

Stjórnvöld hafa sett í loftið upplýsingasíðu vegna hamfaranna á Seyðisfirði. Sjá hér.
Á síðunni má m.a. nálgast upplýsingar um aðkomu Minjastofnunar að því stóra verkefni sem uppbygging á Seyðisfirði er í kjölfar hamfaranna í desember sl.

Ritstjóri: Ásta Hermannsdóttir

Ábyrgðarmaður: Kristín Huld Sigurðardóttir

28. janúar 2021