Umsóknarfrestur vegna úthlutana úr húsafriðunarsjóði 2021 rann út 1. desember 2020. Alls bárust 360 umsóknir um styrki úr sjóðnum að þessu sinni og sótt var um samtals 1,5 milljarð króna. Er þetta metfjöldi umsókna. Einungis einu sinni áður hafa umsóknir farið yfir 300, en það var árið 2015 þegar umsóknir voru 309.
Umsóknarfestur vegna úthlutana úr fornminjasjóði 2021 rann út 11. janúar 2021. Alls bárust 61 umsókn um styrki úr sjóðnum að þessu sinni, að samtals upphæð rúmlega 157 milljónir.
Verið er að fara yfir umsóknir og mun niðurstaða varðandi úthlutanir úr báðum sjóðum liggja fyrir um miðjan mars.