Þann 15. mars fóru Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður, og Agnes Stefánsdóttir, sviðsstjóri, á fund Alexöndru Warr, senior adviser hjá Historic England (áður English Heritage) í London. Fundurinn var haldinn til undirbúnings fundar EHHF (European Heritage Heads) sem haldinn verður á Íslandi í júní 2017.
Dagana 17. - 18. mars sóttu þau Agnes Stefánsdóttir, Oddgeir Isaksen og Sigurður Bergsteinsson 17. málþing EAC (European Archaeological Council) um stjórnun menningarminjamála (Heritage management) í Brighton á Englandi. Agnes er í stjórn EAC og sat því einnig stjórnarfundi félagsins á sama tíma. Yfirskrift málþingsins var „Digital Archaeological Heritage“ .
Stafræn tækni við fornleifarannsóknir og miðlun þekkingar á því sviði er orðinn almenn og mikilvægt að huga að hvernig stofnanir á sviði minjavörslu taka við, varðveita og miðla slíkum gögnum. Málþingið var kjörið tækifæri fyrir fulltrúa meðlimsstofnana til að bera saman bækur sínar og miðla af reynslu sinni. Á málþinginu fluttu fulltrúar slíkra stofnana erindi þar sem sagt var frá fjölbreytilegum verkefnum á þessu sviði. Í kjölfar erindanna var stutt umræða og síðan lengri umræða í lok málþings. Niðurstöður málþingsins og erindin verða gefin út á næsta ári í vefriti.
Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður, átti að mæta á fund á vegum Evrópuráðsins í Brussel í Belgíu dagana 29.-31. mars. Fundinum var hins vegar aflýst vegna hryðjuverkanna sem framin voru í borginni 29. mars, sama dag og fundurinn átti að hefjast. Var fundurinn þess í stað haldinn í París dagana 12.-14. apríl og sótti Kristín hann. Tilgangur fundarins var að ræða stefnumótun í minjavernd í Evrópu á 21. öldinni.