Áhugafólk um minjar í hættu og Minjastofun Íslands boða til ráðstefnu um málefni minja sem eru í hættu vegna ágangs sjávar. Ráðstefnan ber heitið: Strandminjar í hættu - lífróður og munu innlendir og erlendir fyrirlesarar fjalla um minjar við ströndina, stöðu mála og hvað hægt er að gera til að takast á við þróunina.
Mikill fjöldi minja um allt land er í stórhættu vegna sjávarrofs. Þær minjar sem ekki síst eru í hættu eru minjar um sjávarútveg og sjósókn Íslendinga frá landnámi og allt fram á 20. öld. Um er að ræða gríðarlegt magn ómetnalegra menningarverðmæta sem eru nær órannsökuð og munu að óbreyttu hverfa í sjóinn.
Ráðstefnan verður haldin í salnum Kötlu á Hótel Sögu laugardaginn 18. apríl kl. 13:00-16:30 og er öllum opin.
Frekari upplýsingar og dagskrá má finna á Fésbók: https://www.facebook.com/events/457329027751824/ og heimasíðu Minjastofnunar: http://www.minjastofnun.is/um-stofnunina/frettir/nr/1287