Facebook icon Twitter icon Forward icon

Að deila saman fortíð

Gagnavarsla fornleifarannsókna í Evrópu. Staðall og leiðbeiningar um bestu starfsvenjur

Arches-verkefnið (Archaeological Resources in Cultural Heritage, a European Standard) er samstarfsverkefni níu aðila: Belgíu, Tékklandi, þýsku ríkjunum Baden-Wuerttemberg og Saxony-Anhalt, Íslandi, Hollandi, Svíþjóð, Sviss og Bretland. Verkefnið er styrkt af European Union Culture Fund og stutt af Europeae Archaeologiae Consilium (EAC), stefnir að því að búa til sameiginlegan staðal fyrir stjórnun fornleifarannsókna og gerð og sköpun tilheyrandi gagna. Skrárnar sem verða til við fornleifauppgröft, úrvinnslu og greiningu eru ekki síður mikilvægir og þeir gripir sem finnast á vettvangi vegna þess að skrárnar veita upplýsingar sem geta varpað ljósi á hlutverk, notkun og förgun gripanna. Samt sem áður eru þessar skrár ekki unnar eftir samræmdum staðli sem skapar vandamál þegar kemur að samanburði rannsókna. Í mörgum löndum er heldur ekki eitt samræmt kerfi til að tryggja að afrakstur vettvangsvinnu sé skipulagður og búin til varðveislu eftir viðurkenndum stöðlum sem myndi gera fólki hægara um vik að finna upplýsingar, og eða hluti, sem það vill rannsaka eða jafnvel bara handleika og meta.

Arches-verkefnið hefur nú lagt fram "Gagnavarsla fornleifarannsókna í Evrópu. Staðall og leiðbeiningar um bestu starfsvenjur" sem ætti að verða alþjóðlegur staðall fyrir sköpun og skipulagningu upplýsinga um fornleifar og meðhöndlun og geymslu á gripum og sýnum. Þetta þýðir að fólk frá hverju þátttökulandi eða ríki munu skilja hvernig skrár og fundir verða aðgengileg þegar þeir heimsækja önnur lönd. Þetta er mikilvægt vegna þess að það opnar möguleika á rannsóknum sem taka yfir alla Evrópu, auðveldar skilning okkar á fortíðinni án tillits til landamæra, landamæra sem höfðu oft á tíðum litla merkingu fyrir liðnar kynslóðir. Staðlarnir sem ARCHES-verkefnið leggur fram mun gera það auðveldara að deila upplýsingum á alþjóðlega vísu og efla gagnkvæman skilning á eðli og mikilvægi fornleifafræðilegra upplýsinga. Það mun einnig gera það auðveldara fyrir fornleifafræðinga að vinna í öðrum löndum, sem er frábær leið til að skiptast á nýjum hugmyndum um rannsóknir á fortíð okkar.

Viljum við nota tækifærið og þakka þeim fjölmörgu aðilum sem lögðu hér hönd á plóg. Framundan er svo vinna við áframhaldandi þróun á íslenskri útgáfu plaggsins.

Starfsmannamál

Gunnar Bollason verkefnisstjóri kirkjuminja hefur látið af störfum hjá Minjastofnun Íslands. Unnið er að stefnumörkun stofnunarinnar og þeirra málaflokka sem hún sinnir og er aðferðafræðin við skráningu kirkjuminja meðal þess sem tekið verður til endurskoðunar í þeirri vinnu.

Inga Sóley Kristjönudóttir Minjavörður Austurlands og Sólborg Una Pálsdóttir verkefnisstjóri skráningarmála munu láta af störfum 1. september. Stöður þeirra voru auglýstar, umsóknarfrestur rann út 26. maí sl. og sóttu 14 um starf Minjavarðar Austurlands og 60 um starf sérfræðings á sviði skráningarmála. Verið er að fara yfir umsóknir og mun ráðningarferlinum ljúka í  lok júní.

Í apríl fór starfsfólk Minjastofnunar Íslands í námsferð til Skotlands til að kynna sér minjaverndarmál. Starfsfólkið heimsótti stofnanir í Glasgow, Edinborg og St. Andrew og  kynnti sér m.a. skráningarmál, vernd minja í hættu og vistvænan arkitektúr. Ferðin var einstaklega fróðleg og gagnleg.

Stöng í Þjórsárdal

Minjastofnun Íslands fékk 10 milljónir króna styrk úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða fyrir árið 2014. Styrkinn hlaut stofnunin vegna uppbyggingar á Stönd í Þjórsárdal. Alls hlutu um 50 verkefni styrk úr sjóðnum fyrir samtals 244 milljónir króna.