Þótt slakað hafi verið á samkomubanni og höftum í samfélaginu hefur verið tekin sú ákvörðun að takmarka áfram aðgang að skrifstofum Minjastofnunar Íslands um allt land. Munu þær takmarkanir gilda a.m.k. fram í byrjun ágúst. Þeir sem erindi eiga við stofnunina eru beðnir um að hafa samband við starfsfólk og mæla sér mót fyrirfram ef þörf er á fundi. Starfsfólk stofnunarinnar skal áfram nýta stafrænar lausnir við fundahöld eins og kostur er. Á næstu dögum verða jafnframt settir upp dyrasímar við innganga að skrifstofu Minjastofnunar í Reykjavík. Að öðru leyti verða breytingar á aðgengi að skrifstofum kynntar á heimasíðu stofnunarinnar og Facebook síðu þegar þar að kemur.
Í aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar vegna kórónaveirufaraldursins var m.a. sett fjármagn í aðgerðir tengdar minjavörslu. Húsafriðunarsjóður fékk 100 milljónir í aukaframlag. Af þeim runnu 40 milljónir beint til húsasafns Þjóðminjasafnsins en 60 milljónum var úthlutað til atvinnuskapandi verkefna um land allt. Þá fékk Minjastofnun Íslands 13 milljónir til að skrá fornleifar í þjóðlendum, á minjastöðum í hættu og í tengslum við friðlýsingar.
Upplýsingar um úthlutun viðbótarframlags úr húsafriðunarsjóði má finna hér.