Laugardaginn 18. apríl stóð Minjastofnun ásamt áhugafólki um minjar í hættu fyrir ráðstefnu um strandminjar í hættu. Um 80-90 manns lögðu leið sína á Hótel Sögu þar sem ráðstefnan var haldin. Á ráðstefnunni fjölluðu íslenskir og erlendir fræði- og áhugamenn um strandminjar og verndun þeirra út frá ýmsum sjónarhornum. Að lokum tóku ráðstefnugestir þátt í umræðum um spurninguna: hvað svo? Voru ráðstefnugestir sammála um að brýnasta verkefnið í verndun strandminja væri skráning og að mikilvægt væri að hefja aðgerðir sem fyrst.
Vill Minjastofnun þakka öllum þeim sem sóttu ráðstefnuna, fyrirlesurum og því áhugafólki sem átti frumkvæðið að ráðstefnunni kærlega fyrir!
Ráðstefnan var tekin upp á myndband og má hér sjá afrakstur myndvinnslu Eyþórs Eðvarðssonar og Ingridar Kuhlman. Ráðstefnan er hér öll aðgengileg í sjö hlutum:
1/7: Opnun ráðstefnunnar – Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Minjastofnunar Íslands, og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra
https://vimeo.com/126057171
2/7: Birna Lárusdóttir, fornleifafræðingur – Sjór nemur land: eyðing fornleifa við sjávarsíðuna
https://vimeo.com/126057172
3/7: Þór Hjaltalín, minjavörður Norðurlands vestra – Eyðing strandminja: hver er staðan og hvað er til ráða?
https://vimeo.com/126062290
4/7: Hjörleifur Guttormsson, náttúrufræðingur – Verstöðvar og verskálaminjar á Austfjörðum
https://vimeo.com/126062291
5/7: Egill Ibsen, Fornminjafélagi Súgandafjarðar – Kaldur veruleikinn í myndum
https://vimeo.com/126064960
6/7: Tom Dawson, fornleifafræðingur og framkvæmdastjóri SCAPE í Skotlandi - The Scotland’s Coastal Heritage at Risk Project
https://www.youtube.com/watch?v=l-0gbrd12NQ
7/7: Umræður þátttakenda undir stjórn Eyþórs Eðvarðssonar – Hvað svo?
https://www.youtube.com/watch?v=-6INSZGdKBc