María Gísladóttir, arkitekt, hóf störf hjá Minjastofnun Íslands í Reykjavík í byrjun janúar. Hún gegnir stöðu verkefnastjóra og fæst við mál sem upp koma á landsvísu. Pétur Ármannsson, arkitekt, fór á sama tíma í 20% starf og mun hann hér eftir sinna sérverkefnum hjá stofnuninni. Guðný Gerður Gunnarsdóttir gegnir nú starfi sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs auk stöðu minjavarðar Reykjavíkur og nágrennis.
Frá áramótum lét Magnús Freyr Gíslason, arkitekt, af störfum sem verkefnastjóri á skrifstofunni á Sauðárkróki og þökkum við honum fyrir góð störf og ánægjulega viðkynningu.