Ársfundur Minjastofnunar Íslands fór fram með óvenjulegum hætti að þessu sinni. Fundurinn var haldinn í gegnum samskiptaforritið Zoom og gengu fundahöldin vel á þessum nýstárlega vettvangi.
Sérstaklega ánægjulegt var að mennta- og menningarmálaráðherra, Lilja Dögg Alfreðsdóttir, sá sér fært að mæta og ávarpa fundinn. Ráðherra veitti einnig árlega minjaverndarviðurkenningu Minjastofnunar Íslands og var það að þessu sinni Þorsteinn Gunnarsson, arkitekt, sem hlaut viðurkenninguna. Þorsteinn er sannarlega vel að viðurkenningunni kominn og óskum við honum enn og aftur innilega til hamingju!
Þorsteini er veitt viðurkenningin fyrir brautryðjendastarf á sviði endurgervingar sögulegra bygginga og fyrir áratuga rannsóknir á íslenskri húsagerðarsögu.
Hér má lesa nánar um ársfundinn, minjaverndarviðurkenninguna og störf Þorsteins Gunnarssonar.