Agnes Stefánsdóttir, sviðsstjóri rannsókna-og miðlunarsviðs, fór á stjórnarfund EAC (European Archaeological Council) í Prag 9.-10. október sl. Á fundinum var rætt um útgáfu nýjustu leiðbeininga samtakanna EAC, Guidelines for the use of Geophysics in Archaeology, sem koma munu út á næstu dögum. Einnig hélt áfram undirbúningur fyrir næstu ráðstefnu samtakanna sem haldin verður í Brighton á Englandi í mars 2016. Þema ráðstefnunnar verður að þessu sinni „digitalizing cultural heritage“ eða menningarminjar í stafrænu umhverfi.
Þann 12.–13. október var haldinn aðalfundur Evrópsku menningarminjadaganna (EHD - European Heritage Days) í skrifstofum Evrópuráðsins í Strassborg. Fulltrúar flestra landa sem aðild eiga að Evrópuráðinu mættu til fundarins. Rúnar Leifsson, minjavörður Austurlands, var fulltrúi Minjastofnunar Íslands og er hann jafnframt hluti af stýrihópi EHD. Á fundinum var m.a. rædd stefna menningarminjadaganna til næstu ára og hvernig er hægt sé að lýðræðisvæða viðburðinn enn frekar. Er þá horft sérstaklega til Faro-sáttmálans og þeirrar áherslu sem þar er lögð á grasrót einstaklinga og hópa sem áhuga hafa á menningarminjum. Einnig var skoðað hvernig best sé að stuðla að tenginu viðburða og hópa þvert á landamæri innan álfunnar.