Vinna við mótun stefnu í vernd fornleifa og byggingararfs og fornleifarannsóknum er enn í fullum gangi. Haldnir hafa verið fimmtán rýnifundir um ýmis málefni tengd stefnumótunarvinnunni og tekin hafa verið einstaklingsviðtöl við hátt í tuttugu manns. Næsta skref í vinnunni hefur verið stigið en það var að setja í loftið netkönnun. Könnunin er opin til 10. júní og hvetjum við alla áhugasama til að svara henni. Með góðri svörun og dreifingu könnunarinnar fáum við ómetanleg gögn til að nýta í vinnunni. Eftir að netkönnuninni lýkur sér fyrir endann á greiningarhluta vinnunnar og mun þá í kjölfarið hefjast úrvinnsla og hin eiginlega stefnumótunarvinna.
Hér má finna könnunina