Samkvæmt lögum um menningarminjar nr. 80/2012 ber Minjastofnun Íslands að gera tillögu til ráðherra um heildarstefnu og langtímaáætlun um verndum og varðveislu menningarminja. Hófst vinna við gerð stefnunnar í sumarbyrjun 2019 og var skipaður um vinnuna stýrihópur auk þess sem ráðgjafar voru ráðnir til að stýra vinnunni. Stýrihópinn skipa tíu aðilar frá öllum helstu menningarstofnunum ríkisins, þ.m.t. höfuðsöfnunum þremur og mennta- og menningarmálaráðuneyti. Þann 7. október sl. voru drög að stefnunni kynnt mennta- og menningarmálaráðherra og er nú verið að vinna að því að leggja lokahönd á stefnuskjal sem kynnt verður innan næsta mánaðar. Í kjölfarið mun fara af stað vinna við mótun aðgerðaáætlunar, en slík áætlun er nauðsynleg hverri góðri stefnumótun til að drífa áfram þau verkefni sem nauðsynlegt er að fara í til að vinna að markmiðum stefnunnar. Stefnt er að því að halda ráðstefnu
til að kynna stefnuna og verður hún mögulega á stafrænu formi vegna aðstæðna í samfélaginu. Ráðstefnan verður auglýst betur síðar.