Margrét Valmundsdóttir, fornleifafræðingur, hefur verið ráðin í átaksverkefni við kortlagningu menningarminja.
Ómar Valur Jónasson, fornleifafræðingur, hefur verið ráðinn í átaksverkefni við söfnun og yfirferð eldri fornleifaskráningarskýrslna, innsetningu gagna í minjavefsjá o.fl.
Um mánaðarmótin september/október mun Hanna Jóhannsdóttir, ritari, láta af störfum hjá stofnuninni eftir átta ára starf. Hönnu verður sárt saknað. Henni er óskað velfarnaðar með ný verkefni og þakkað fyrir góð störf.
Í byrjun september var auglýst staða skrifstofumanns/aðstoðarmanns fjármálastjóra hjá stofnuninni. Umsóknarfrestur rann út 15. september síðastliðinn og bárust 39 umsóknir um starfið. Unnið er að úrvinnslu umsókna.
Auglýst hefur verið laus til umsóknar staða minjavarðar Reykjavíkur og nágrennis. Leitað er eftir einstaklingi með háskólapróf á sviði arkitektúrs/byggingalistar. Umsóknarfrestur er til og með 10. október. Auglýsinguna má sjá hér.