Facebook icon Twitter icon Forward icon

Ársfundur Minjastofnunar Íslands 2020

Ársfundur Minjastofnunar Íslands verður haldinn fimmtudaginn 26. nóvember kl. 9 á Zoom.

Á fundinum verður veitt minjaverndarviðurkenning Minjastofnunar Íslands og munu erindi á fundinum tengjast ævistarfi handhafa viðurkenningarinnar á sviði menningararfs. Nánari upplýsingar og dagskrá má nálgast hér.

Sjóðirnir

Umsóknarfrestur í húsafriðunarsjóð rennur út 1. desember n.k. Umsóknir sem berast eftir þann dag eru ekki teknar gildar. Hér má nálgast umsóknareyðublað og leiðbeiningar.  


Opnað hefur verið fyrir umsóknir í fornminjasjóð og er umsóknarfresturinn til og með 10. janúar 2021. Umsóknir sem berast eftir þann dag eru ekki teknar gildar. Hér má nálgast umsóknareyðublað og leiðbeiningar.  

Starfsemin á tímum Covid

Vegna aðstæðna í samfélaginu vinnur stærstur hluti starfsmanna Minjastofnunar heiman frá sér sem stendur. Skrifstofur eru auk þess lokaðar öðrum en starfsmönnum.
Stofnunin vill benda á að best er að hafa samband við starfsmenn í gegnum tölvupóst. Bein tölvupóstföng allra starfsmanna má finna hér. Almennt tölvupóstfang stofnunarinnar er postur@minjastofnun.is.

Mannauðsmál

Henny Hafsteinsdóttir, arkitekt, hefur verið ráðin sem minjavörður Reykjavíkur frá og með 1. febrúar 2021. Henny hefur lengi starfað og búið í Danmörku. Hún lauk prófi í arkitektúr frá Listaháskólanum í Kaupmannahöfn með áherslu á skipulagsmál og viðhald og viðgerðir gamalla bygginga. Hún hefur fjölbreytta reynslu af skipulagsmálum þar sem minjavernd er í fyrirrúmi, m.a. endurskipulagningu svæða sem hafa misst hlutverk sitt, sem og viðhaldi og viðgerðum á gömlum byggingum. Er sá bakgrunnur mjög verðmætur fyrir starfsemi Minjastofnunar.

Sigríður Ósk Birgisdóttir hefur verið ráðin í stöðu skrifstofumanns hjá Minjastofnun Íslands. Sigríður hefur víðtæka reynslu af ýmsum sviðum, svo sem ferðaþjónustu, hjá ríkisstofnun og utanríkisþjónustu, og hefur þekkingu og reynslu af verkefnastjórnun, viðskiptum, rekstri- og launaútreikningi, ritarastörfum og öðrum þáttum sem eru mikilvægir í því starfi sem hún hefur verið ráðin í. Sigríður Ósk mun hefja störf þann 1. desember.


Minjastofnun Íslands býður þessa hæfileikaríku einstaklinga velkomna til starfa.

Yfirlit yfir fornleifarannsóknir 2019

Yfirlit yfir þær fornleifarannsóknir sem höfðu jarðrask í för með sér árið 2019 er komið út. Yfirlitið má finna hér.
 

Ritstjóri: Ásta Hermannsdóttir.

Ábyrgðarmaður: Kristín Huld Sigurðardóttir

20. nóvember 2020