Henny Hafsteinsdóttir, arkitekt, hefur verið ráðin sem minjavörður Reykjavíkur frá og með 1. febrúar 2021. Henny hefur lengi starfað og búið í Danmörku. Hún lauk prófi í arkitektúr frá Listaháskólanum í Kaupmannahöfn með áherslu á skipulagsmál og viðhald og viðgerðir gamalla bygginga. Hún hefur fjölbreytta reynslu af skipulagsmálum þar sem minjavernd er í fyrirrúmi, m.a. endurskipulagningu svæða sem hafa misst hlutverk sitt, sem og viðhaldi og viðgerðum á gömlum byggingum. Er sá bakgrunnur mjög verðmætur fyrir starfsemi Minjastofnunar.
Sigríður Ósk Birgisdóttir hefur verið ráðin í stöðu skrifstofumanns hjá Minjastofnun Íslands. Sigríður hefur víðtæka reynslu af ýmsum sviðum, svo sem ferðaþjónustu, hjá ríkisstofnun og utanríkisþjónustu, og hefur þekkingu og reynslu af verkefnastjórnun, viðskiptum, rekstri- og launaútreikningi, ritarastörfum og öðrum þáttum sem eru mikilvægir í því starfi sem hún hefur verið ráðin í. Sigríður Ósk mun hefja störf þann 1. desember.
Minjastofnun Íslands býður þessa hæfileikaríku einstaklinga velkomna til starfa.