Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum - Fréttabréf 6/2018
Lífsblómið – Fullveldi í 100 ár
Sýning í samstarfi við Listasafn Íslands og Þjóðskjalasafn í tilefni af 100 ára fullveldi Íslands. Opnun 17. júlí.
Lesa meira
Alþjóðlegt fornsagnaþing í ágúst
Dagana 12.–17. ágúst næstkomandi verður sautjánda alþjóðlega fornsagnaþingið haldið í Reykjavík og Reykholti.
Vefsíða um lifandi hefðir á Íslandi
Hjá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum er nú unnið að verkefni um óáþreifanlegan menningararf á Íslandi.
Íslensk bænabók
Út er komin bókin Íslenskar bænir fram um 1600. Svavar Sigmundsson sá um útgáfuna.
Segulbönd Iðunnar
Út eru komin 160 kvæðalög úr safni Kvæðamannafélagsins Iðunnar, á bók og fjórum geisladiskum í ritstjórn Rósu Þorsteinsdóttur.
Sendikennari í íslensku við háskólann í Caen
Staða íslenskukennara við Caen-háskóla í Normandí er laus til umsóknar.
Alþjóðlegt sumarnámskeið í íslensku
Dagana 2.–27. júlí halda Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, alþjóðasvið, og Hugvísindasvið Háskóla Íslands alþjóðlegt námskeið í nútímaíslensku.
Nordkurs í Reykjavík
Árlegt íslenskunámskeið fyrir norræna nemendur hófst 4. júní. Auk íslenskunámsins hlýða þeir á fyrirlestra um íslenskt samfélag og menningu.
Snorraverkefni
Íslenskunámskeið fyrir 15 ungmenni af íslenskum ættum frá Kanada og BNA hófst 11. júní.
Norrænu goðin, Edda og stjörnurnar í samstarfi við Listahátíð
Gísli Sigurðsson rannsóknarprófessor við Stofnun Árna Magnússonar og Sævar Helgi Bragason stjörnufræðingur skoðuðu og ræddu himininn og stjörnurnar.
Dritsker
Orð mánaðarins
Spenna
Riddarasögur frá Vestfjörðum. Sagnahandrit frá síðari hluta 15. aldar.