Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum - Fréttabréf 2/2018

Áramót
 

Árnastofnun í Óðinsvéum

Í Nordatlantisk Hus í Óðinsvéum var sett upp skrifarastofa í stíl við starfsstöðvar miðaldaskrifara í tengslum við sýninguna á Íslensku teiknibókinni sem stendur til 5. mars.

Lesa meira

 

Greinasafnið Bundið í orð komið út

Í greinasafninu eru birtar greinar eftir Jón Hilmar Jónsson um orðabókafræði og orðabókagerð. Greinarnar eru þrettán talsins, ritaðar á árabilinu 1990‒2017.

 

Lesa meira

 
 
 

Málstofa Katelin Parsons

Í fótspor safnarans: Stafræn söfnun í Vesturheimi árið 2018. 

16. febrúar síðastliðinn ræddi Katelin um rafrænan myndagagnagrunn söfnunar- og skráningarverkefnisins Í fótspor Árna Magnússonar í Vesturheimi.

 
 

Viðgerð Flateyjarbókar hefst á ný

Eitt af mikilvægustu verkefnum nýs forvarðar stofnunarinnar, Vasarė Rastonis, snýr að viðgerð Flateyjarbókar en grunnur að því verki var lagður fyrir um tuttugu árum.

Lesa meira

 
 

Nýr starfsmaður á nafnfræðisviði

Aðalsteinn Hákonarson hefur tekið til starfa sem verkefnisstjóri á nafnfræðisviði stofnunarinnar. Aðalsteinn er með MA-próf í íslenskri málfræði frá Háskóla Íslands. Rannsóknir hans hafa einkum beinst að hljóðkerfi íslensku, bæði frá sögulegu og samtímalegu sjónarhorni.

Lesa meira

 
 

Leiðsögn Margrétar Eggertsdóttur

Sunnudaginn 25. mars var boðið upp á leiðsögn sérfræðings í Safnahúsinu. Margrét Eggertsdóttir rannsóknarprófessor leiddi gesti um sýninguna Sjónarhorn og sagði frá merkum handritum og gripum úr eigu ýmissa safna.

 

Örnefni mánaðarins

Örnefni mánaðarins að þessu sinni er Rosmhvalanes (stundum stafsett „Rosthvalanes”, t.d. af Árna Magnússyni í riti sínu Chorographica Islandica) en það er gamla nafnið á nesinu sem gengur norður úr Reykjanesskaga. 

Lesa meira.

 
 
 

Orð mánaðarins

Tandíflast

Lesa meira

 

Handrit febrúarmánaðar

Margaret Cormack skrifar um dýrlinga og helgisögur í AM 657 c 4to sem var skrifað á síðustu áratugum 14. aldar. 

Lesa meira.

 
 

Gjörningur á Vetrarhátíð

Vinafélag Árnastofnunar stóð fyrir myndvarpagjörningi á húsvegg atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis fyrstu helgina í febrúar. Þar mátti sjá nýyrði sem tengjast tölvutækni en orðalistinn var búinn til af sérfræðingum Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.

Sjá myndband

 
 
Preferences  |  Unsubscribe