Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum - Fréttabréf 6/2019

14. september: Sigurðar Nordals fyrirlestur

Mats Malm prófessor, þýðandi og ritari sænsku akademíunnar, flytur fyrirlesturinn Alexander den store i isländsk och svensk medeltid.

Lesa meira

 
 
 

Framkvæmdir hafnar við byggingu húss íslenskunnar

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, Guðrún Ingvarsdóttir, forstjóri Framkvæmdasýslu ríkisins, og Karl Andreassen, forstjóri ÍSTAKs, undirrituðu samninginn á byggingarstað hússins.

Lesa meira

 
 

Sumarskóli í handritafræðum er vaxandi skóli

Alþjóðlegur sumarskóli í handritafræðum var haldinn í Kaupmannahöfn 12.–23. ágúst. Þátttakendur voru 52 og komu frá 15 löndum.

Lesa meira

 
 

Alþjóðlegt sumarnámskeið í íslensku og Nordkurs í sumar

32 nemendur frá 19 löndum tóku þátt í alþjóðlegu sumarnámskeiði í íslensku sem haldið var  8. júlí–2. ágúst í Reykjavík.

Fyrr í sumar voru norrænir nemendur á sumarnámskeiði í íslensku en löng hefð er fyrir slíkum sumarskólum á Norðurlöndum eða allt frá 1955.

Lesa meira um Nordkurs

 
 

Sendikennarar í íslensku heimsækja Winnipeg í Manitoba

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, þingaði með sendikennurum og kynnti nýja þingsályktunartillögu um eflingu íslensku sem opinberts máls á Íslandi.

Lesa meira

 

Ljósmyndasamkeppni í tengslum við sýninguna Óravíddir í Safnahúsi

Tveir ljósmyndarar unnu til verðlauna fyrir myndaseríur sínar sem byggjast á Íslensku orðaneti.

Lesa meira

 
 

Ný vefsíða tímaritsins Orðs og tungu

Síðan er enn í vinnslu en í fyllingu tímans verður m.a. hægt að lesa eldri árganga á vefnum. Ritið verður áfram gefið út á prenti og verður jafnframt aðgengilegt fjaldfrjálst á timarit.is.

21. hefti tímaritsins kom út í júlí 2019.

Skoða nýja heimasíðu

 
 
 

Árnastofnun á Vísindavöku laugardaginn 28. september 2019

Verkefnin sem kynnt verða í ár eru Óravíddir – orðaforðinn í nýju ljósi, Nýyrðabankinn og Rannsókn á Íslensku unglingamáli.

 

Verk að vinna

Hvað er Hélène Tétrel að gera?

Lesa meira

 

 
 

Handritapistill

Árni Magnússon handritasafnari gerði margt sem miðaði að því að skrásetja íslenska menningu og fornan fróðleik. Mikilsvert dæmi af þessu tagi er handritið NKS 328 8vo. Margt af því sem í því hefur varðveist væri annars með öllu gleymt.

Lesa meira

 
 
Uppfæra stillingar  |  Afskrá