Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum - Fréttabréf 6/2019

Frá opnun sýningarinnar Óravíddir

Hér má sjá myndband frá opnun sýningarinnar Óravíddir sem sýnd er í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Sýningin verður opin í eitt ár.

Sjá hér

 
 
 

Rannsóknarverkefni um íslenskt unglingamál 2018-2020 komið með heimasíðu

Helga Hilmisdóttir rannsóknardósent hefur sett á fót nýja vefsíðu um unglingamál.

Sjá nánar

 

 
 

Gömul orðabók lifnar við

Á sumrin fyllist Árnastofnun af námsmönnum sem taka þátt í rannsóknarverkefnum á vegum fastra starfsmanna stofnunarinnar og sumarið 2019 er þar engin undantekning.

Lesa meira

 

Kort yfir íslenskukennslu í háskólum erlendis

Íslenska er kennd víða um heim. Hér má sjá kort sem hannað er af Branislav Bédi og Trausta Dagssyni.

Lesa meira

 
 

Forsetafrú Þýskalands heimsótti Árnastofnun og skoðaði valin handrit

Elke Büdenbender, forsetafrú Þýskalands heimsótti Árnastofnun og fékk leiðsögn Guðrúnar Nordal forstöðumanns og Þórunnar Sigurðardóttur rannsóknarprófessors um handritasafnið.

Lesa meira

 
 
 

Nýr lektor í handritafræðum

Beeke Stegmann hefur verið ráðin rannsóknarlektor á handritasviði Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Gert er ráð fyrir að hún hefji störf 1. nóvember næstkomandi.

 

 

Sumarskóli í handritafræðum

Sumarskóli í handritafræðum er að þessu sinni haldinn í Kaupmannahöfn 12. - 23. ágúst.

Lesa meira

 

 
 
 

Alþjóðlegt sumarnámskeið

Hið árlega alþjóðlega sumarnámskeið í íslensku hefst 8. júlí.

Lesa meira

 

Málræktarpistill

Athyglisvert

Lesa meira

 
 
Uppfæra stillingar  |  Afskrá