Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum - Fréttabréf 7/2019
Dagskrá á öðrum degi ráðstefnu um Jón Árnason þjóðsagnasafnara
Meðal þeirra sem taka til máls föstudaginn 18. október eru: Sjón, Aðalheiður Guðmundsdóttir, Maria Tatar og Vilborg Davíðsdóttir.
Lesa dagskrána
Fræðslufundur Nafnfræðifélagsins laugardaginn 19. október, kl. 13.15
Birna Lárusdóttir flytur flytur erindi sem hún nefnir: „Land, land! Nýtt land undir fótum!“ — Örnefna- og ferðasaga úr Surtsey.
Lesa meira
Þjóðsaga dagsins í Ríkisútvarpinu
Næstu tíu daga munu ungmenni lesa þjóðsögur úr safni Jóns Árnasonar í útvarpinu. Lestrarnir verða á dagskrá kl. 13.50 alla virka daga, auk sunnudags.
Orðanefndir í 100 ár
Opnun nýs Íðorðabanka Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum verður fagnað í Norræna húsinu 30. október kl. 15 í tilefni af starfi orðanefnda verkfræðinga í heila öld.
Sjá frétt Verkfræðingafélags Íslands