Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum - Fréttabréf 7/2018
Sigurðar Nordals fyrirlestur
Anna Agnarsdóttir prófessor emeritus heldur fyrirlesturinn að þessu sinni sem nefnist „Islande est peu connu“: Stórveldin sækja Ísland heim. Samskipti Frakka og Breta við Ísland á 18. öld.
Reykjabók Njálu og Ormsbók eru til sýnis í Listasafni Íslands á sýningunni Lífsblómið – Fullveldi Ísland í 100 ár. Laugardaginn 15. september kl. 14 mun Gísli Sigurðsson leiða gesti um sýninguna þar sem sérstök áhersla verður lögð á handritin.
Guðrún Nordal prófessor og forstöðumaður hefur sent frá sér bókina Skiptidagar, nesti handa nýrri kynslóð. Útgáfuhóf verður í Iðnó, miðvikudaginn 12. september kl. 17.