Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum - Fréttabréf 7/2019
Alþjóðleg ráðstefna um Jón Árnason haldin í Norræna húsinu
í tilefni þess að 200 ár eru liðin frá fæðingu hins mikilvirka þjóðsagnasafnara. Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.
Lesa meira
Fræðslufundur Nafnfræðifélagsins laugardaginn 18. október, kl. 15.00
Birna Lárusdóttir flytur fyrirlesturinn: „Land, land! Nýtt land undir fótum!“ — Örnefna- og ferðasaga úr Surtsey.
Orð minnar kynslóðar
Vísindavökugestir gátu skilið eftir sig orð sem þeir töldu einkennandi fyrir sína kynslóð. Mörg forvitnileg orð rötuðu á blað í bás Árnastofnunar.
BÍN er nú í opnum aðgangi eftir endurskipulagningu
Ný og endurskipulögð útgáfa Beygingarlýsingar íslensks nútímamáls (BÍN) var opnuð í Hannesarholti í lok september.
Icelandic Online hlýtur verðlaun á Málræktarþingi
Málræktarþing Íslenskrar málnefndar var haldið í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands þann 26. september.
Tímaritið Orð og tunga í rafrænni útgáfu
Tímarit Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Orð og tunga, er nú gefið út rafrænt samhliða prentaðri útgáfu.
Þjóðsaga dagsins
Tíu þjóðsögur hafa birst undanfarna daga á vef stofnunarinnar og verða sögurnar lesnar í Ríkisútvarpinu á næstu dögum.
Pistill um sagnadansa
Sagnadansar eru dægur- og danslög síns tíma. Þeir fjalla um ástir og örlög, átök og hefndir, hetjudáðir og grátt gaman.
Verk að vinna
Hvað er Eva Hrund Sigurjónsdóttir að gera?
Íslensk málnefnd semur íslenskar ritreglur sem gilda m.a. um stafsetningarkennslu í skólum.