Þú getur líka skoðað þetta skeyti í vafra.

Þjóðkirkjan | biðjandi boðandi þjónandi

24/2 2011

Sumartónleikarnir fengu Eyrarrósina

Eyrarrósin var afhent í sjöunda sinn við hátíðlega athöfn á Bessastöðum 13. febrúar. Það var Dorrit Moussaieff forsetafrú, sem er verndari Eyrarrósarinnar, sem tikynnti að Sumartónleikar í Skálholtsdómkirkju hefðu fengið verðlaunin og afhenti þau í beinu framhaldi. Sigurður Halldórsson sellóleikari og listrænn stjórnandi Sumartónleikanna tók við verðlaununum ásamt Pamelu di Sensi flautuleikara sem er framkvæmdastjóri tónleikanna.

Efst

Vel heppnað vormót ÆSKR

Meira en 200 ungmenni og leiðtogar frá höfuðborgarsvæðinu og nágrenni komu saman á febrúarmóti ÆSKR sem var haldið helgina 18.-20. febrúar. Mótið lukkaðist vel í alla staði og þátttakendur og leiðtogar skemmtu sér vel.

Efst

Haítí ári síðar

Hjálparstarf kirkjunnar er aðili að alþjóðasamtökunum ACT Alliance sem hafa starfað að uppbyggingu á Haítí. Samtökin veita neyðarhjálp, vinna að uppbyggingu í kjölfar neyðar og langtíma þróunarstarfi. Á kirkjan.is er hægt að lesa um starfið á þeim mánuðum sem eru liðnir frá jarðskjálftunum á Haítí. 

 

Efst

Styrkir til kærleiksþjónustu

Þjónustusvið Biskupsstofu kynnir: Borist hefur gjöf frá Lútersku kirkjunni í Finnlandi til stuðnings við kærleiksþjónustu hér á landi. Auglýst er eftir umsóknum um styrki til verkefna á sviði kærleiksþjónustu. Í boði eru styrkir að fjárhæð 500 þúsund eða ein milljón, alls 5 milljónir króna.

Efst

Konudagurinn í Vídalínskirkju

Það var mikið um að vera í Vídalínskirkju á konudegi. Á myndasvæði kirkjunnar er að finna nokkrar myndir sem Friðrik Hjartar tók.

Efst

Í þessu tölublaði