Þú getur líka skoðað þetta skeyti í vafra.

Þjóðkirkjan | biðjandi boðandi þjónandi

3/3 2011

Æskulýðsdagurinn er á sunnudaginn

Það er mikið um að vera í kirkjum landsins á æskulýðsdeginum sem verður haldinn sunnudaginn 6. mars. Útvarpsmessa æskulýðsdagsins er úr Hjallakirkju. 

Í mörgum kirkjum verður boðið upp á öðruvísi guðsþjónustur, í Guðríðarkirkju verður rokkmessa, í Ástjarnarkirkju U2 messa og í Digraneskirkju verður  margmiðlunarguðsþjónustan Bænarý. Í Glerárkirkju verður fjölskylduguðsþjónusta og í Vopnafjarðarkirkju verður poppmessa. Yfirlit yfir helgihaldið í kirkjum landsins er að finna á kirkjan.is.

Efst

Vígslubiskupsefni kynna sig

Þjónustan er í fókus hjá prestunum fimm sem gefið hafa kost á sér til embættis vígslubiskups í Skálholti. Prestafélag Íslands boðaði til fundar með þeim mánudaginn 28. febrúar þar sem þau sögðu frá hugmyndum sínum varðandi störf vígslubiskups, guðfræði sinni og fyrirmyndum. Á kirkjan.is er stutt samantekt frá fundinum ásamt upptökum af framsöguerindum og umræðum. 

Efst

Lútherskum fjölgar

Lúterska heimssambandið sendir árlega út tölur um fjölda meðlima þeirra aðildarkirkna. Í nýjum tölum kemur fram að almenn hefur fjölgað í lúterskum kirkjum, mest í Afríku. Í Evrópu og Norður-Ameríku er fækkun.

Efst

Þjóðmálanefnd fjallar um staðgöngumæðrun

Þjóðmálanefnd kirkjunnar leggst gegn því að farið sé fram með þeim hraða sem virðist ríkja varðandi það að undirbúa lög sem leyfa staðgöngumæðrun og leggur nefndin til að málið fái mun meiri umræðu og skoðun áður en lengra er haldið. Á trú.is eru birt þrjú erindi sem voru flutt á málþingi nefndarinnar um staðgöngumæðrun.

Efst

Örnámskeið um samband ríkis og kirkju

Laugardaginn 5. mars mun dr. Hjalti Hugason, prófessor í kirkjusögu, halda örnámskeið um samband ríkis og kirkju á Íslandi. Þar mun Hjalti fjalla um samband ríkis og kirkju á Íslandi frá 1874 til 2011, ræða um þær ögranir sem samfélagsbreytingar, aukin fjölhyggja, lýðræðisþróun og mannréttindahugmyndir hafa í för með sér á þessu sviði og líta til framtíðar. Námskeiðið er haldið í tilefni af 100 ára afmæli Háskóla Íslands. Það er öllum opið.

Efst

Í þessu tölublaði