Þú getur líka skoðað þetta skeyti í vafra.

Þjóðkirkjan | biðjandi boðandi þjónandi

20/8 2011

Sálmafoss á menningarnótt

Frá Sálmafossi í Hallgrímskirkju

Sálmafoss verður haldinn í Hallgrímskirkju á Menningarnótt eins og undanfarin ár. Fimm nýir sálmar eftir íslensk skáld verða frumfluttir á Sálmafossinum. Kirkjukórar og organistar flytja einnig fjölbreytta kirkjutónlist og leiða kirkjugesti í sálmasöng. 

Efst

Þau hlaupa til góðs

Reykjavíkurmaraþon

Reykjavíkurmaraþon er orðinn fastur liður í hátíðarhöldum á Menningarnótt. Meira en 3000 manns á öllum aldri ætla að hlaupa til góðs og styrkja gott málefni.  Þar á meðal eru nokkrir prestar og einn kirkjuráðsmaður. Kirkjan.is náði tali af nokkrum þeirra sem hlaupa.

Efst

Fjölmenn sumarnámskeið fermingarbarna - myndir

Sumarnámskeið fermingarbarna

Í vikunni voru haldin fjölmenn sumarnámskeið fermingarbarna, meðal annars í Akureyrarkirkju, Árbæjarkirkju, Dómkirkjunni, Neskirkju og Hafnarfjarðarkirkju. Fermingarbörnin sem tóku þátt í námskeiðunum nýttu tímann vel til að fræðast um trúna, kirkjuna og lífið. Á myndasvæði kirkjunnar er að finna fjölda mynda sem voru teknar á námskeiðunum.

Efst

Kosið milli sr. Kristjáns Vals og sr. Sigrúnar

Skálholt

Í síðari umferð vígslubiskupskjörs í Skálholti er kosið á milli sr. Kristjáns Vals Ingólfssonar og sr. Sigrúnar Óskarsdóttur. Kjörstjórn hefur sent út kjörgögn til allra sem eru á kjörskrá. Frestur til að skila atkvæðum er til 26. ágúst og gert er ráð fyrir að atkvæði verði talin laugardaginn 3. september.

Efst

Í þessu tölublaði