Þú getur líka skoðað þetta skeyti í vafra.

Þjóðkirkjan | biðjandi boðandi þjónandi

14/4 2011

Kosið verður milli Sigrúnar Óskarsdóttur og Jóns Dalbú Hróbjartssonar

Main Content Inline Small

Kosið verður milli sr. Sigrúnar Óskarsdóttur og sr. Jóns Dalbú Hróbjartssonar í síðari umferð í vígslubiskupskjöri í Skálholti. 

Í fyrri umferð kjörsins fékk Sigrún Óskarsdóttir fékk 40 atkvæði, Jón Dalbú Hróbjartsson fékk 35 atkvæði, Agnes M. Sigurðardóttir fékk 34 atkvæði, Kristján Valur Ingólfsson fékk 27 atkvæði og Karl V. Matthíasson 12 atkvæði. Kjörsókn var afar góð, 98.6% þeirra sem eru á kjörskrá greiddu atkvæði.

Síðari umferð fer fram í maí.

Efst

Börnin á Austurlandi eru glöð í Drottni

Main Content Inline Small

Börn og fullorðnir glöddust í boðun og söng á fjölmennum TTT- og sunnudagaskólamótum á Austurlandi um helgina. Mikil þátttaka og ánægja ríkti á meðal barnanna sem hafa tekið þátt í starfi í kirkjunum sínum í vetur.

Fjöldi leikmanna starfar í sunnudagaskólunum á svæðinu. Þau leggja lið sitt við starfið af elju og áhuga og þeim var þakkað og fagnað í lok sunnudagaskólamótsins í lok sunnudagaskólamótsins.

Efst

Hvert er hlutverk trúarlegra bygginga?

Main Content Inline Small

Kirkjur, moskur, musteri og samkomuhús trúfélaga eru starfi þeirra mikilvæg, bæði vegna þess að trúariðkunin krefst oft ákveðinna þátta í byggingarlagi og rými, og einnig þar sem þessi hús eru samkomuhús trúfélaga, menningarmiðstöðvar og fræðslustaðir og gegna sums staðar miklu hlutverki í samfélagshjálp.

Fimmtudaginn 14. apríl stendur Samráðsvettvangur trúfélaga fyrir málþingi í safnaðarheimili Neskirkju um trúarlegar byggingar, byggingarlist, umhverfi þeirra, hlutverk og helgi.

Efst

Pálmasunnudagur er Birkisunnudagur í Neskirkju

Main Content Inline Small

Eru pálmar skylda eða er kannski hægt að nota birki? Nú er búið saga og klippa birki af trjánum við Neskirkju. Birkigreinar verða síðan notaðar við hátíðina næsta sunnudag, 17. apríl. Í tilefni 54 ára afmælis Neskirkju verður efnt til kirkjugöngu í Vesturbænum kl. 10:30. 

Kirkjugangan verður frá tveimur stöðum í Nesprestakalli. Önnur gangan hefst við Þormóðsstaðavör, við enda vesturflugbrautar Reykjavíkurflugvallar (leiðin í Skerjafjörð) og hin verður farin frá Grandaskóla. Bumbur verða barðar á leiðinni og sungið líka. Reikna má með að gangan taki um tuttugu mínútur.

Efst

Hin pólitíska prédikun

Main Content Inline Small

Pólitísk prédikun lætur sig varða samfélagið og málefni þess. Hún lætur sig varða hvernig samfélagið þróast og hver grunngildi þess eru. Hún lætur sig varða þau mál sem eru efst á baugi hverju sinni í samfélaginu, segir dr. Gunnar Kristjánsson í samtali um prédikun kirkjunnar.

Hlusta á samtalið á vef Kjalarnessprófastsdæmis

Efst

Í þessu tölublaði