Þú getur líka skoðað þetta skeyti í vafra.

Þjóðkirkjan | biðjandi boðandi þjónandi

18/5 2011

Lifandi kirkja í von og gleði

Main Content Inline Small

Um síðustu helgi voru haldnar fjölskylduhátíðir á Möðruvöllum og Vopnafirði. Gleðidagarnir voru þema hátíðarinnar á Möðruvöllum og dagurinn var afar vel lukkaður sagði sr. Solveig Lára sem bætti því við að barnastarfið væri þungamiðja kirkjustarsins og að miklu máli skipti að koma boðskapnum tl skila. 

Sr. Stefán Már á Vopnafirði sagði að það hefði verið mikil gleði á fjölskylduhátíðinni þar í bæ. Þema hátíðarinnar í ár var von. Þetta var ánægjuleg stund í góðu samfélagi þar sem börnin og unglingarnir lögðu mikið af mörkum.

Efst

Biskupsþjónustan og framtíðin

Main Content Inline Small

Fasta er liðin! Á gleðidögum boðar framtíðarhópur kirkjuþings til málþings föstudaginn 20. maí um biskupsþjónustu og framtíð þjóðkirkjunnar. Framundan er vígslubiskupskjör og því tilefni til að ræða um hlutverk hirðisþjónustu kirkjunnar, þróun hennar og framtíð.

Framsöguerindi flytja dr. Haukur Ingi Jónasson og sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir. Málþingið hefst kl. 12:15 í safnaðarheimili Neskirkju. Það er öllum opið.

Efst

Sex vígð til þjónustu

Main Content Inline Small

Það var þétt setið í Dómkirkjunni sunnudaginn 15. maí þegar fjórir prestar og tveir djáknar voru vígðir til þjónustu í kirkjunni. Þrjú þeirra munu þjóna unga fólkinu í kirkjunni og þrjú fara til þjónustu í norsku kirkjunni. Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, vígði og Ingeborg Midttømme, biskup í Møre, prédikaði. Vígsluþegarnir eru:

Kristný Rós Gústafsdóttir
Þórey Dögg Jónsdóttir
Arndís Hauksdóttir
Brynja V Þorsteinsdóttir
Sigurvin Jónsson
Þráinn Haraldsson

Efst

Hundrað og fjörtíu kassar söfnuðust

Main Content Inline Small

Eitt hundrað og fjörtíu kassar af hlífðarfatnaði handa Japönum á hamfarasvæðum hafa safnast hér á landi. Söfnun hefur staðið yfir í rúman mánuð. Fötin munu „ekki aðeins verma Japani heldur einnig hjörtu þeirra því hverri flík fylgir hlýhugur,“ segir í tilkynningu frá aðstandendum söfnunarinnar.

 

Efst

Í þessu tölublaði