Þú getur líka skoðað þetta skeyti í vafra.

Þjóðkirkjan | biðjandi boðandi þjónandi

29/3 2011

Kosning vígslubiskups er hafin

Main Content Inline Small

Kosning til embættis vígslubiskups í Skálholti hófst mánudaginn 28. mars þegar kjörstjórn sendi kjörseðla til kjörmanna. Kjöri verður lokið föstudaginn 8. apríl. Gert er ráð fyrir að talið verði miðvikudaginn 13. apríl og að niðurstöður liggi fyrir samdægurs. Á kjörskrá eru 151, bæði prestar og leikmenn.

Fimm prestar eru tilnefndir í kjörinu: Sr. Agnes M. Sigurðardóttir, sr. Jón Dalbú Hróbjartsson, sr. Karl V. Matthíasson, sr. Kristján Valur Ingólfsson og sr. Sigrún Óskarsdóttir. Nýr vígslubiskup verður vígður á Skálholtshátíð, 17. júlí nk.

Efst

Syngið Drottni nýjan söng

Main Content Inline Small

Tilraunahefti með nýjum sálmum kemur út í haust. Það er liður í undirbúningi að nýrri sálmabók sem inniheldur fjölbreytta sálma úr ólíkum áttum, eftir karla og konur, fyrir nýja öld. Stór og fjölbreyttur hópur organista, guðfræðinga og íslenskufræðinga hefur komið að sálmabókarvinnunni.

Efst

Jóhannesarpassían flutt

Main Content Inline Small

Jóhannesarpassían eftir Johann Sebastian Bach verður flutt í Hallgrímskirkju Reykjavík og Menningarhúsinu Hofi Akureyri 1.-3. apríl 2011. Þetta er eitt af meginverkum tónlistarsögunnar. Flytjendur eru Mótettukór Hallgrímskirkju, Alþjóðlega barokksveitin í Den Haag og glæsilegur hópur ungra íslenskra einsöngvara undir stjórn Harðar Áskelssonar, kantors Hallgrímskirkju.

Efst

Leikmannastefna ræðir þjónustu kirkjunnar

Main Content Inline Small

Leikmannastefna verður haldin í Árbæjarkirkju 2. apríl 2011. Yfirskrift stefnunnar er að þessu sinni „Þjónusta kirkjunnar – samstarfssvæði og aðskilnaður ríkis og kirkju“

Efst

Vísitasíulok

Main Content Inline Small

Það var líflegt í Guðríðarkirkju sunnudaginn 27. mars við messu í vísitasíu Karls Sigurbjörnssonar, biskups Íslands. Fjöldi barna tók þátt í messunni og kór sex ára barna söng.

Efst

Í þessu tölublaði