Þú getur líka skoðað þetta skeyti í vafra.

Þjóðkirkjan | biðjandi boðandi þjónandi

6/4 2011

Öflugri þjónusta með samstarfssvæðum

Main Content Inline Small

Um 40 fulltrúar sóknarnefnda og prófastsdæma af landinu öllu sátu Leikmannastefnu sem haldin var í Árbæjarkirkju 2. apríl síðastliðinn. Þar var rætt um þjónustu kirkjunnar, samstarfssvæði og samband ríkis og kirkju.

Leikmannastefna beindi því til sóknarnefnda að nýta tækifærin sem felast í samstarfssvæðum til eflingar þjónustu við sóknarbörn og til styrkingar á starfi sóknanna. Leikmannastefna skoraði einnig á mannréttindaráð Reykjavíkurborgar að falla frá tillögu sinni um breytingar á fyrirkomulagi samskipta skóla borgarinnar við trúar- og lífsskoðunarfélög.

Efst

„Ég hvíli bókstaflega í faðmi Guðs“

Main Content Inline Small

Bæna- og kyrrðarstarf með konum er margskonar og fjölbreytilegt í kirkjunni. Kirkjan.is ræddi við presta í Vídalínskirkju og á Möðruvöllum og djákna á Kvennadeild Landsspítala-Háskólasjúkrahúss.

Þær hafa allar mikla reynslu af því að starfa með með konum og sinna sálgæslu og trúarlífi þeirra á ólíkum vettvangi. Í viðtalinu deila þær þessari reynslu og upplifunum af kyrrðarstarfinu.

Efst

Fordómalausir veraldarvinir í Þórsmörk

Main Content Inline Small

Þegar hópur fólks upplifir það að vera blautur í fæturna, þreyttur, pínulítið hræddur og óviss um staðsetningu sína en allir enda heilir á húfi heima í skála þá verður til sameiginleg reynsla sem er forsenda vináttu. 

Þannig starfar Unglingafélagið Adrenalín gegn rasisma, það nýtir sér náttúruöflin og trúir því að vináttan sé eitt þeirra. Veraldarvinirnir í Adrenalínstarfinu fóru í Þórsmerkurferð helgina 1.-3. apríl. Frásögn af ferðinni má lesa á kirkjan.is.

Efst

Hólabiskup vísiterar Laufásprestakall

Main Content Inline Small

Hr. Jón Aðalsteinn Baldvinsson Hólabiskup vísiteraði Laufásprestakall dagana 12. og 13. mars 2011. Hr. Jón prédikaði við messu í Þorgeirskirkju sunnudaginn 13. mars og hvatti söfnuði prestakallsins til dáða.

Safnaðarstarfið er blómlegt í prestakallinu. Barna-og unglingastarf er líflegt og messusókn að mestu góð, en auðvitað má lengi gott bæta. Margt er í bígerð í safnaðarstarfi og sóknarbörn líta bjartsýn til framtíðar.

Efst

Í þessu tölublaði