Þú getur líka skoðað þetta skeyti í vafra.

Þjóðkirkjan | biðjandi boðandi þjónandi

22/3 2011

Áhyggjur af duldum kynþáttafordómum

Main Content Inline Small

Ekki eru allir kynþáttafordómar sýnilegir eða uppi á borðinu, sagði Toshiki Toma, prestur innflytjenda á málþingi sem þjóðmálanefnd kirkjunnar hélt um kynþáttafordóma. Duldir fordómar, sagði Toshiki, koma meðal annars fram í því hvernig opinbera kerfið veitir útlendingum ekki sömu þjónustu og Íslendingum.

Baldur Kristjánsson sagði að kirkjur á Íslandi ættu að starfa saman í því að bjóða útlendinga velkomna. Ekki hugsa hvað er lúthersk kirkja og hvað er kaþólsk, heldur taka höndum saman í því að nálgast innflytjendur og rjúfa einangrun.

Á kirkjan.is er hægt að lesa stutta samantekt frá málþinginu og hlusta á upptökur frá umræðum.

Efst

Alþjóðlegur dagur vatnsins er 22. mars

Main Content Inline Small

Vatnsskortur snertir þriðja hvern íbúa heimsins. Ef fram heldur sem horfir munu tveir af hverjum þremur íbúum jarðarinnar standa frammi fyrir skorti á ferskvatni fyrir árið 2025.

Þriðjudagurinn 22. mars er Alþjóðlegur dagur vatnsins. Þá íhugum við mikilvægi vatns fyrir lífið á jörðinni, aðgengi okkar að vatni og látum gott af okkur leiða með því að gefa vatn.

Efst

Þjóðkirkjan okkar – hvert stefnir?

Main Content Inline Small

Milliþinganefnd og framtíðarhópur kirkjuþings boða til málþings föstudaginn 25. mars milli 12 og 14 á Torginu í Neskirkju, undir yfirskriftinni Þjóðkirkjan okkar - hvert stefnir? 

Frummælendur eru Hulda Guðmundsdóttir fv. kirkjuþingsfulltrúi, Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur, Ilmur Kristjánsdóttir leikkona, Ævar Kjartansson útvarpsmaður, Jóhann Páll Valdimarsson bókaútgefandi og Kolbrún Halldórsdóttir forseti Bandalags íslenskra listamanna.

Efst

U2 messa - rós í hnappagatið

Main Content Inline Small

Keflavíkurkirkja var troðfull þegar haldin var U2 messa á sunnudaginn var. Mikil gleði einkenndi helgihaldið. Þarna komu saman fjölmargir skapandi einstaklingar sem hafa samið texta við þekkt lög írsku popphljómsveitarinnar U2 og tengt við helgihald kirkjunnar. Íris Kristjánsdóttir segir frá U2 messunni á kirkjan.is.

Efst

Passíusálmalestur á leiðinni heim

Main Content Inline Small

Á hverjum virkum degi föstunnar er lesinn Passíusálmur í Grafarvogskirkju. Það eru Alþingismenn og ráðherrar sem lesa sálmana og þetta er sjöunda árið í röð sem það er gert.

Efst

Í þessu tölublaði