Þú getur líka skoðað þetta skeyti í vafra.

Þjóðkirkjan | biðjandi boðandi þjónandi

21/4 2011

Fjölbreytt dagskrá í kirkjunum

Main Content Inline Small

Á bænadögum og um páska, frá skírdegi til annars dags páska, verður fjölbreytt dagskrá í kirkjunum um allt land. Dagbók kirkjunnar geymir yfirlit yfir það sem er í boði á hverjum degi:

Efst

Bænadagar og páskar á Trú.is

Main Content Inline Small

Á trú.is birtist um bænadaga og á páskum fjöldi prédikana og pistla um hvaðeina sem tengist þessum mikilvægu dögum. Þar má líka lesa efni frá fyrri árum.

Efst

Matarpakkar úr sögunni

Main Content Inline Small

Hjálparstarf kirkjunnar ætlar frá 1. maí 2011 að gera róttækar breytingar á mataraðstoð sinni innanlands. Breytingunum er ætlað að mæta þörf skjólstæðinga betur og draga úr því að fátækt foreldra skapi neikvæða upplifun barna af æsku í fjárþröng. 

Frá 1. maí mun Hjálparstarfið  veita barnafólki mataraðstoð með inneignarkortum í stað matargjafa í poka. Forritun kortanna stuðlar að því að inneign sé varið til nauðsynja. Eftir sjö mánuði verður verkefnið metið og framtíðarmarkmið mótuð út frá því.

Efst

Heilsudagar - um trúarlíf föstunnar

Main Content Inline Small

Þrjú tákn einkenna föstuna: Krossinn, iðrunin og skírnin. Krossinn rís við lok föstutímans, eins og hann beið Jesú við leiðarlok ferðar hans upp til Jerúsalem, og bíður okkar við ævilok. 

Efst

Yfirkjörstjórn úrskurðar í kæru vegna vígslubiskupskjörs

Main Content Inline Small

Kjörstjórn við vígslubiskupskjör í Skálholtsumdæmi hefur borist kæra vegna kosningar vígslubiskups í Skálholti. Kjörstjórn tók kæruna fyrir í morgun og lagði fyrir yfirkjörstjórn þjóðkirkjunnar til úrskurðar ásamt athugasemdum sínum.

Kæran barst frá lögmanni eins frambjóðanda. Hún lýtur að talningu tveggja atkvæða sem póstlögð voru 11. apríl, en samkvæmt bréfi kjörstjórnar skyldi póstleggja atkvæði í siðasta lagi 8. apríl.

Yfirkjörstjórn ber að úrskurða innan viku um kæruna.

Efst

Í þessu tölublaði