Þú getur líka skoðað þetta skeyti í vafra.

Þjóðkirkjan | biðjandi boðandi þjónandi

5/5 2011

Prestastefna ræðir þjónustu, sjálfboðastarf og sjálfsmynd

Main Content Inline Small

Kirkjustarfið og þjónusta kirkjunnar, sjálfboðið starf í kirkjunni og sjálfsmynd kirkjunnar eru meðal þess sem hefur verið rætt á Prestastefnu sem nú er haldin í Neskirkju.

Efst

Nýr vefur þjóðkirkjunnar

Main Content Inline Small

Nýr vefur þjóðkirkjunnar, kirkjan.is , var opnaður á Prestastefnu í gær. Netið er einn mikilvægasti samskiptavettvangur samtímans og þar með mikilvægur vettvangur fyrir boðun þjóðkirkjunnar. Í ávarpi við opnun vefsins sagði Árni Svanur Daníelsson, vefprestur, að það væri von sín og ósk að vefurinn nýi væri vorboði í samskiptastarfi kirkjunnar. 

Efst

Á dansskónum í kirkjunni

Main Content Inline Small

Það verður mikil fjölbreytni í helgihaldi á Akureyri um næstu helgi. Í Akureyrarkirkju verður haldin dansmessa og kirkjugestir verða boðnir velkomnir á dansskónum. Sr. Svavar Alfreð Jónsson segir frá í viðtali við Sjónvarp kirkjunnar. Sama dag verður Hármessa í Glerárkirkju þar sem leikin verður tónlist úr söngleiknum Hárinu. Sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir segir frá í viðtali við Sjónvarp kirkjunnar

Efst

Kirkjurnar eiga að stuðla að réttlæti

Main Content Inline Small

„Kirkjurnar eiga að gegna spámannlegu hlutverki í heiminum stuðla að réttlæti, félagslegu réttlæti, í kærleiksþjónustu sinni,“ segir dr. Munib Younan, forseti Lútherska heimssambandsins í kveðju sinni til Prestastefnu.

Efst

Kirkja á krossgötum

Main Content Inline Small

Í stefnuræðu sinni við upphaf Prestastefnu 2011 ræddi herra Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, meðal annars um stöðu guðfræðimenntunar, starfshorfur guðfræðinga, kröftugt starf og nýjungar í kirkjustarfi, fjárhagserfiðleika sem bitna á kirkjustarfi eins og öðru í samfélaginu og köllun kirkjunnar til að taka þátt í samfélagssamræðunni.

Efst

Bregðumst við fátækt

Main Content Inline Small

Þjóðmálanefnd kirkjunnar kallar til málþings um fátækt á Íslandi föstudaginn 6. maí. Þar verður leitað svara við því hvernig við eigum að bregðast við fátæktinni og hvernig við getum stutt við fólk í að halda reisn sinni þrátt fyrir erfiðar fjárhagslegar aðstæður.

Efst

Í þessu tölublaði