Í dag kl. 17-19 opnar í i8 sýning á verkum fjögurra listamanna, þeirra Harðar Ágústssonar, Camillu Løw, Sergio Sister og Þórs Vigfússonar. Listamennirnir, sem eru fulltrúar fjögurra kynslóða, fást allir við liti og form í verkum sínum og sækja myndmál sitt í stefnur allt frá konstrúktívisma til naumhyggju. Þrátt fyrir að vera unnin úr mismunandi efnum og á fimmtíu ára tímabili búa verkin á sýningunni öll yfir samskonar formfræðilegri fagurfræði.