Þú getur líka skoðað þetta skeyti í vafra.

Þjóðkirkjan | biðjandi boðandi þjónandi

8/3 2011

Þúsundir tóku þátt í æskulýðsdeginum

Þúsundir unglinga um allt land tóku þátt í æskulýðsdegi þjóðkirkjunnar, lögðu sitt af mörkum í fjölbreyttu helgihaldi æskulýðsdagsins og létu gott af sér leiða með ýmsum hætti. Á kirkjan.is er hægt að lesa frásagnir af æskulýðsdeginum og skoða myndir.

Efst

Fastan hefst með öskudegi

Langafasta hefst með öskudegi. Nú eru fjörutíu virkir dagar til páska. Þeir minna á dagana fjörutíu er Jesús fastaði í eyðimörkinni. Fastan er samstaða til að minnast og minna sérstaklega á þau á meðal okkar sem halloka fara. Hún minnir okkur á að koma til hjálpar þar sem vegið er að fólki og standa af einurð vörð um réttindi þess og manngildi. Á kirkjan.is og trú.is er að finna mikið efni sem getur nýst okkur á föstunni. 

Efst

Vinsamlegast slökkvið ekki á farsímum

Margmiðunarguðsþjónustan Bænarý var haldin í Digraneskirkju að kvöldi æskulýðsdagsins. Þar mættust helgihald þjóðkirkjunnar og nýjasta margmiðlunartækni. Kirkjugestir voru hvattir til að slökkva ekki á farsímunum sínum og taka myndir. Á kirkjan.is er sagt frá Bænarý sem guðsþjónustu, tæknimessu og tónlistarupplifun. 

Efst

Leysa 75 börn úr skuldaánauð

Á fulltrúaráðsfundi Hjálparstarfs kirkjunnar 5. mars afhenti Ármann Gunnarsson fyrir hönd Æskulýðssambands Þjóðkirkjunnar 374.000 krónur til stuðnings verkefni Hjálparstarfsins á Indlandi þar sem börn eru leyst úr skuldaánauð í samstarfi við mannréttindasamtökin Social Action Movement.

Efst

Hvernig vígslubiskup þurfum við?

Sjónvarp kirkjunnar hitti prestana fimm sem hafa gefið kost á sér í kjöri til vígslubiskups í Skálholti og spurði þá hvers konar vígslubiskup við þurfum í Skálholti. Hægt er að horfa á svörin á vefnum.

Efst

Í þessu tölublaði