Þú getur líka skoðað þetta skeyti í vafra.

Þjóðkirkjan | biðjandi boðandi þjónandi

28/4 2011

Kjósa þarf að nýju til vígslubiskups í Skálholti, kjörstjórn segir af sér

Main Content Inline Small

Yfirkjörstjórn þjóðkirkjunnar tók kæru vegna kosninga til embættis vígslubiskups í Skálholti fyrir á fundi sínum 26. apríl sl. Niðurstaða yfirkjörstjórnar var sú að fella hinar kærðu kosningar úr gildi og að kosið skyldi að nýju.

Kjörstjórn þjóðkirkjunnar hittist á fundi 27. apríl og fór yfir málið. Það var niðurstaða hennar að segja af sér til að skapa traust og trúverðugleika um framhald kosningarinnar.

Efst

Tími til að starfa – tími til að gleðja

Main Content Inline Small

Vinna með atvinnulausu ungu fólki, leiklistarstarf unglinganna í kirkjunni og vinnuskóli fyrir unglinga eru meðal verkefna á sviði kærleiksþjónustu kirkjunnar sem verða styrkt á þessu ári. 

Finnska kirkjan gaf þjóðkirkjunni veglega gjöf til að nota í starf sitt meðal þeirra sem lent hafa í erfiðleikum vegna hrunsins. Í byrjun febrúar var auglýst eftir umsóknum um framlög úr þessari gjöf til verkefna á sviði kærleiksþjónustu, einkum meðal ungs fólks og fólks í atvinnuleit.

Efst

Páskasöfnun fyrir innanlandsaðstoð

Main Content Inline Small

Hjálparstarf kirkjunnar ætlar að hverfa frá matargjöfum í poka og veita í staðinn barnafólki mataraðstoð með inneignarkortum í verslanir. Það er svar við kalli samfélagsins og þeirra sem þiggja mataraðstoð.

Páskasöfnun Hjálparstarfsins sem fer af stað með valgreiðslum í bönkum í lok apríl er helguð aðstoð innanlands. Með því að styðja innanlandsaðstoð Hjálparstarfs kirkjunnar hjálpar þú til sjálfshjálpar.

Einnig er hægt að hringja í söfnunarsímann 907 2002 fyrir aðstoð innanlands, gefa framlag á framlag.is eða gjofsemgefur.is.

Efst

Kirkja á krossgötum

Main Content Inline Small

Kirkja á krossgötum er yfirskrift prestastefnu sem verður haldin dagana 3.-5. maí 2011. Þar verður meðal annars rætt um trú og kirkju í samtímanum, þjónustu kirkjunnar um allt land, sjálfboðið starf í kirkjunni og barnastarf kirkjunnar.

Á annað hundrað prestar og djáknar eru skráðir á stefnuna sem hefst með messu í Dómkirkjunni í Reykjavík, kl. 18 þriðjudaginn 3. maí.

Efst

Biblían í kilju

Main Content Inline Small

Nú fyrir páskana kom Biblían út í nýrri kiljuútgáfu en hennar hefur verið beðið um nokkurt skeið. Er brotið sérlega handhægt og mun án nokkurs vafa falla vel að þörfum þeirra sem lesa mikið og reglulega í Biblíunni.

Við hönnun kápunnar var hugað að því að útlitið vekti athygli og umhugsun á sama tíma og virðing væri borin fyrir þeirri sérstöðu sem Biblían hefur í bókaflóru heimsins.

Efst

Bregðumst við fátækt

Main Content Inline Small

Á mesta velferðarskeiði Íslandssögunnar jókst misskipting í landinu. Eftir hrun hefur mistekist að verja hag þeirra sem minnst mega sín. Útilokað er að lifa af lægstu launatöxtum eða örorkubótum og atvinnuleysi er mikið. Fátækt hefur aftur numið land á Íslandi. 

Þjóðmálanefnd kirkjunnar kallar til málþings um fátækt á Íslandi föstudaginn 6. maí. Þar verður leitað svara við því hvernig við eigum að bregðast við fátæktinni og hvernig við getum stutt við fólk í að halda reisn sinni þrátt fyrir erfiðar fjárhagslegar aðstæður.

Efst

Í þessu tölublaði