Þú getur líka skoðað þetta skeyti í vafra.

Þjóðkirkjan | biðjandi boðandi þjónandi

16/3 2011

Rasisti! Ekki ég! Er það?

Main Content Inline Small

Nú stendur yfir Evrópuvika gegn kynþáttamisrétti. Unglingar úr æskulýðsfélögum kirkjunnar taka þátt í uppákomum í Smáralind og á Glerártorgi fimmtudaginn 17. mars.

„Við viljum koma því á framfæri að fordómar eiga ekki að vera til staðar. Við viljum afhjúpa hvaðan þeir koma, innflytjendur verða fyrir fordómum og börn þeirra fyrir einelti í skólum,“ segir Guðjón Andri Reynisson, æskulýðsleiðtogi í Neskirkju, sem tekur þátt í uppákomunni í Smáralind.

Þema Evrópuvikunnar í ár er „Rasisti! Ekki ég! Er það?“ og miðar að því að taka á duldum fordómum gagnvart fólki af erlendum uppruna. Í ár er lögð sérstök áhersla á að hvetja fólk til að líta í eigin barm og spyrja sjálft sig, á þetta við mig og ef svo er – hversvegna, og hvernig get ég gert betur?

Efst

Bænir fyrir Japan

Main Content Inline Small

Bænastund verður haldin í Háteigskirkju fimmtudaginn 17. mars kl. 18:00. Þar verður beðið fyrir japönsku þjóðinni, þeim sem eiga um sárt að binda vegna náttúruhamfaranna og fyrir ættingjum og vinum í landinu.

Ritningarlestrar, bænir, tónlist og kyrrð munu einkenna þessa stund og viðstöddum gefst kostur á að kveikja á bænaljósum. Bænastundin er í umsjá sr. Helgu Soffíu Konráðsdóttur, sr. Toshiki Toma og sr. Miyako Þóðarson. Allir eru hjartanlega velkomnir.

Efst

Bleiki dagurinn í Guðríðarkirkju

Main Content Inline Small

Bleikklæddur kirkjukór leiddi söng í Guðríðarkirkju í Grafarholti sunnudaginn 13. mars þegar bleiki dagurinn var haldinn í þriðja sinn þar. Messan var helguð jafnrétti og meðal annars sungnir sálmar sem ortir voru af konum. Fluttar voru bænir og textar frá alþjóðlegum bænadegi kvenna.

 

Efst

Hvar erum við stödd?

Main Content Inline Small

Í hve miklum mæli dafna kynþáttafordómar hér á landi? Hvað er gert til að sporna við þeim? Þessar og fleiri spurningar verða ræddar á málþingi Þjóðmálanefndar kirkjunnar um kynþáttafordóma sem verður haldið á Alþjóðadegi gegn kynþáttamisrétti, mánudaginn 21. mars. Hægt er að skrá þátttöku á Facebook.

Efst

Passíusálmarnir á vefnum

Main Content Inline Small

Passíusálmarnir eru ávöxtur ævilangrar íhugunar í eftirfylgd hins krossfesta, ævilangrar glímu við Guð í baráttu og barningi, sigrum og ósigrum, smán og sóma langrar ævi. Á kirkjan.is er hægt að lesa alla Passíusálmana.

Efst

Í þessu tölublaði