Facebook icon Twitter icon Forward icon

Heimasíða Minjastofnunar

Þessa dagana er Minjastofnun Íslands að huga að endurbótum á vefsíðu sinni. Til að aðstoða við greiningu á notkun núverandi síðu og þeim áherslum sem þurfa að einkenna nýja síðu langar okkur, með örstuttri könnun, að athuga hvaða upplýsingum fólk er helst að leita að þegar það heimsækir heimasíðu stofnunarinnar. Hér má nálgast þessa örstuttu könnun, en einungis tekur um 2-4 mínútur að svara henni.

Ársskýrsla Minjastofnunar 2020

Ársskýrsla Minjastofnunar fyrir árið 2020 er komin út. Skýrsluna má nálgast hér ásamt eldri ársskýrslum.

Umsóknir í húsafriðunarsjóð

Umsóknarfrestur í húsafriðunarsjóð fyrir árið 2022 rann út 1. desember 2021. Alls bárust 284 umsóknir um styrk úr sjóðnum og skiptast umsóknirnar í eftirfarandi flokka:

Friðlýstar kirkjur  50
Friðlýst hús         42
Friðuð hús          148
Önnur hús          34
Húsakannanir    3
Rannsóknir        7
Alls                    284

Stefnt er að því að úthlutun styrkja úr húsafriðunarsjóði 2022 liggi fyrir eigi síðar en 15. mars.

Lengdur frestur í fornminjasjóð

Í ljósi þess að 30 milljón króna viðbótarfjármagn í fornminjasjóð til úthlutunar á árinu 2022 var samþykkt í fjárlagafrumvarpi ársins var ákveðið að framlengja frest til að senda inn umsóknir í fornminjasjóð til 24. janúar 2022. Tilkynnt var um framlenginguna þann 10. janúar, sem var upphaflega lokadagur umsóknarfrestsins. Vegna þess stutta fyrirvara sem var á framlengingu umsóknarfrestsins, og þeim áherslum sem staðfest hefur verið að fylgja áðurnefndu 30 milljón króna viðbótarfjármagni, mega umsækjendur endurskoða umsóknir sem nú þegar hafa verið sendar inn ef þeir svo kjósa. Slík endurskoðun krefst þó þess að ný umsókn sé send inn, og í henni tekið skýrt fram að eldri umsókn sé dregin til baka (og þá hvaða umsókn).

Ritstjóri: Ásta Hermannsdóttir

Ábyrgðarmaður: Kristín Huld Sigurðardóttir

19. janúar 2022