Fimmtudaginn 12. maí var vorfundur Minjastofnunar Íslands haldinn í Hannesarholti. Fundurinn bar heitið „Friðlýsingar: Tækifæri og áskoranir“ og fluttu fimm fyrirlesarar þar erindi tengd friðlýsingum, auk þess sem umhverfis-, orku- og auðlindaráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson, opnaði og ávarpaði fundinn. Á fundinum notaðist stofnunin við ýmsar tæknilausnir í fyrsta sinn, en Duncan McCallum ávarpaði fundinn frá Bretlandi í gegnum Zoom, ávarp ráðherra var tekið upp fyrir fundinn og spilað fyrir fundargesti og fundurinn var sendur út í beinu streymi á Youtube síðu Minjastofnunar.