Fréttir, viðburðir, pistlar o.fl.
Birtast myndirnar ekki? Vefútgáfa
Fréttabréf 6/2023
Tvö hundruð milljóna króna styrkur
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum hefur móttekið styrk að upphæð um tvö hundruð milljónir íslenskra króna frá A.P. Møller Fonden.
Tímaritið Orð og tunga 25 komið út – þemahefti um blótsyrði
Fjórar fræðigreinar um íslensk blótsyrði eru í heftinu ásamt öðrum greinum sem eru á sviði nafnfræði og orðabókarfræði.
Pappír og efnismenning
Út er komið hjá De Gruyter-forlaginu greinasafnið Paper Stories – Paper and Book History in Early Modern Europe í ritröðinni Materiale Textkulturen.
Alþjóðlegur sumarskóli í íslenskri tungu og menningu
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og Hugvísindasvið Háskóla Íslands standa fyrir alþjóðlegum sumarskóla í íslenskri tungu og menningu 3.–28. júlí.
Nýr fjármálastjóri Árnastofnunar
Jóhann Karl Reynisson er nýr fjármálastjóri Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.
Nýr bókasafns- og upplýsingafræðingur
Kristín Konráðsdóttir upplýsingafræðingur hóf störf á stofnuninni fyrir mánuði síðan.
Nýr öryggisvörður hjá Árnastofnun
Jón Tryggvi Sveinsson hóf störf sem öryggisvörður hjá stofnuninni 1. maí.
Kjalnesinga saga á ítölsku
Roberto Luigi Pagani þýddi söguna ásamt Jökuls þætti Búasonar og ritaði inngang.
PISTLAR
Málræktarpistill
Tólin taka völdin – sjálfvirkar leiðréttingar og óheppilegar stillingar
Handritapistill
Bréf Ögmundar biskups til Ásdísar systur sinnar – ÞÍ. Leyndarskjalasafn 1.22