Fréttir, viðburðir, pistlar o.fl.
Birtast myndirnar ekki? Vefútgáfa
Fréttabréf 8/2023
Gerbylting í aðgengi að upptökum í Ísmús
Nú hafa sjálfvirkar uppskriftir verið gerðar aðgengilegar og leitarbærar á vefnum Ísmús en það mun stórbæta aðgengi að þjóðfræðisafni Árnastofnunar.
Þýðingarvinnu á íslensk-finnskri orðabók lokið
Merkum áfanga er nú náð í ISLEX-orðabókinni þegar öll íslensku orðin á finnsku eða um 54 þúsund uppflettiorð hafa verið þýdd.
Árnastofnun fullgild þjónustumiðstöð fyrir CLARIN
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum er nú orðin fullgild þjónustumiðstöð fyrir CLARIN á Íslandi.
Ráðstefnan EUROCALL 2023 fór vel fram
Alþjóðlega ráðstefnan EUROCALL 2023 var haldin í Veröld – húsi Vigdísar 15.–18. ágúst síðastliðinn.
Málþing um pragmatísk aðkomuorð á Norðurlöndum
Á dagskrá málþingsins voru kynningar á helstu niðurstöðum PLIS-rannsóknarhópsins sem rannsakar pragmatísk aðkomuorð í norrænum málum.
Fræðsluferð til Þýskalands
Stór hópur starfsmanna Árnastofnunar fór í fræðslu- og skemmtiferð til Þýskalands í byrjun ágúst.
PISTLAR
Þjóðfræðipistill
Sagan af djáknanum á Myrká
Nafnfræðipistill
Örnefni í Stíflu: landslag undir lóni