Birtast myndirnar ekki? Vefútgáfa

Kastljósinu beint að staðreyndum

Divider line

Anna Hrefna Ingimundardóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, fór yfir staðreyndir varðandi launakostnað og hlutdeild launafólks í verðmætasköpun á Íslandi í Kastljósi á dögunum, þar sem hún leiðrétti rangfærslur um launakostnað fyrirtækja.

Þá skrifaði Anna Hrefna grein um efnið þar sem hún ítrekaði mikilvægi þess að gagna sé aflað með samræmdum hætti og þau túlkuð á viðeigandi hátt.

„Þetta er hlutur launafólks í verðmætasköpun á Íslandi. Hlutur launafólks í verðmætasköpun er nær hvergi hærri heldur en á Íslandi.“

Viðtal í Kastljósi
Lesa grein
 

Formannskjör í fullum gangi

Við minnum á formannskjörið sem er í fullum gangi í tengslum við aðalfund Samtaka atvinnulífsins þann 16. maí nk.

 Kosningu lýkur kl. 10:00 þriðjudaginn 16. maí.

Rétthafar á aðalfundi hafa fengið kjörseðil sendan í tölvupósti og eru hvattir til að taka þátt í kosningu formanns samtakanna.

 

Stórefla stuðning við ungt fólk í viðkvæmri stöðu

Páll Ásgeir Guðmundsson, forstöðumaður efnahags- og samkeppnishæfnisviðs SA, Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, og Vigdís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri VIRK starfsendurhæfingarsjóðs undirrituðu viljayfirlýsinguna.

Páll Ásgeir Guðmundsson, forstöðumaður efnahags- og samkeppnishæfnisviðs SA, undirritaði í gær viljayfirlýsingu, fyrir hönd SA, um stóraukinn einstaklingsmiðaðan stuðning við ungt fólk í viðkvæmri stöðu. Markmiðið er að fyrirbyggja ótímabært brotthvarf ungs fólks með geðraskanir af vinnumarkaði, auk þess að auka samfélagslega virkni ungmenna sem tilheyra svokölluðum NEET-hópi, þ.e. ungt fólk sem er ekki í vinnu, námi eða starfsþjálfun.

Páll Ásgeir Guðmundsson, forstöðumaður efnahags- og samkeppnishæfnisviðs SA:

„Samtök atvinnulífsins hafa lengi lagt ríka áherslu á mikilvægi þess að hjálpa fólki aftur til virkni. Nú þegar hafa meira en 300 fyrirtæki skrifað undir samstarfssamninga við VIRK um að útvega einstaklingum vinnu með aðstoð atvinnulífstengla. Þá mun SA koma að fræðslu og vitundarvakningu á vinnustöðum til að reyna að koma í veg fyrir að við missum ungt fólk ótímabært af vinnumarkaði og á örorku.“

Lesa frétt
 

Aðrir sálmar

Lesa pistil

Vannýttir tekjustofnar eða ofnotaðir útgjaldaliðir?

„Það væri sann­leiks­korn í því ef hver króna sem skilaði sér í kassa hins opin­bera færi ekki beint í aukin út­gjöld og gott betur.“  - Anna Hrefna Ingi­mundar­dóttir, að­stoðar­fram­kvæmda­stjóri SA, skrifar um fjár­mála­á­ætlun ríkis­stjórnarinnar.

 
 
  Share 
  Tísta 
  Share 
  Áframsenda 

Samtök atvinnulífsins

Húsi atvinnulífsins

Borgartúni 35

108 Reykjavík

Mánudagsmolar SA

Pósturinn er sendur á skráða félagsmenn

Uppfæra stillingar  |  Afskrá