Mánudagsmolar

No images? Click here

Fullt út úr dyrum á Ársfundi atvinnulífsins

 

Fullt var út úr dyrum í Silfurbergi í Hörpu á Ársfundi atvinnulífsins sem haldinn var 2. október síðastliðinn. Fundurinn var að þessu sinni helgaður útflutningsgreinunum og mikilvægi þeirra fyrir samfélagið undirstrikað.

Samtök atvinnulífsins þakka öllum þeim sem komu í Hörpu eða horfðu á beint streymi frá fundinum.

Skoðaðu myndirnar frá fundinum
 

Krafturinn sem knýr samfélagið

 

„Í því að stofna og reka fyrirtæki felst þrá til að ráða örlögum sínum og hafa áhrif á framtíðina. Í því felst það að skapa tækifæri og verðmæti fyrir samfélagið sitt. Íslenskt samfélag þarfnast þess krafts til að viðhalda lífsgæðum.“ 

Jón Ólafur Halldórsson, formaður, opnaði Ársfund atvinnulífsins með kraftmiklu ávarpi.

Lestu ávarpið á vef SA
 

Kol­efnis­gjöld og kjara­samningar

 

„Skapa þarf svigrúm til skattalækkana með forgangsröðun í opinberum rekstri. Auka þarf framboð á hagkvæmri orku og fjárfesta þarf í innviðum með samvinnu hins opinbera og einkaaðila. Setja þarf aukinn kraft í hagsmunagæslu á alþjóðavettvangi og stuðla þarf að fjölbreyttari útflutningi. Gera þarf umbætur í menntakerfi og auka aðgengi sérfræðinga.“ 

Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, fjallaði um mikilvægi útflutnings fyrir Ísland, tækifæri og áskoranir, í grein í Viðskiptablaðinu.

Lestu greinina í Viðskiptablaðinu
 

Óháð úttekt fari fram áður en ný sóttvarnarlög verði samþykkt

 

Samtök atvinnulífsins hafa skilað umsögn um frumvarp til nýrra sóttvarnalaga og leggja áherslu á að lögin verði ekki samþykkt fyrr en óháð úttekt hefur farið fram á viðbrögðum stjórnvalda við heimsfaraldrinum. SA telja nauðsynlegt að ný lög byggi á traustum grunni, með heildarmati á stjórnskipulegum, efnahagslegum og lýðheilsufræðilegum áhrifum faraldursins. Þá gera samtökin athugasemdir við skipan farsóttanefndar og skort á lýðræðislegri aðkomu Alþingis að sóttvarnaráðstöfunum, auk þess sem þau kalla eftir skýrari viðmiðum og auknu gagnsæi við ákvarðanatöku stjórnvalda.

Lestu fréttina á vef SA
 

Umræður um útflutning í Bítinu

 

Jón Ólafur Halldórsson, formaður SA, og Sigríður Margrét, framkvæmdastjóri SA, mættu í Bítið á Bylgunni að morgni Ársfundardags og ræddu um stöðu útflutningsgreinanna og horfur fram á veginn.

Hlustaðu á viðtalið
 

Byrjað á öfugum enda

 

Anna Hrefna Ingimundardóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir í grein í Viðskiptablaðinu að í ljósi óvinsamlegrar umræðu í garð ferðaþjónustu skyldi engan undra þó greinin spyrji sig hvort hún sé næst á gapastokkinn.

Lestu greinina í Viðskiptablaðinu
 

Ótímabær innleiðing flugreglugerðar ESB um sjálfbært eldsneyti

 

Samtök atvinnulífsins, Samtök ferðaþjónustunnar og Samtök verslunar og þjónustu hafa skilað sameiginlegri umsögn um frumvarp til innleiðingar reglugerðar ESB um sjálfbært flugeldsneyti (ReFuelEU). Samtökin styðja markmið um orkuskipti og kolefnishlutleysi, en vara við því að reglugerðin sé innleidd hér á landi áður en hún hefur verið tekin upp í EES-samninginn og án fullnægjandi greiningar. Samtökin leggja áherslu á að tryggt verði víðtækt samráð og að áhrif lagasetningar á atvinnulífið verði metin á traustum grunni.

Lestu fréttina á vef SA
 

Markvissara ferli getur dregið úr því að fólk detti út af vinnumarkaði

 

„Með markvissari hætti getum við náð niður veikindafjarvistum og dregið, sem er mikilvægast, úr því að einstaklingar séu að detta út af vinnumarkaði. Allar rannsóknir sýna að eftir því sem við grípum fyrr inn, með skipulagðari og markvissari hætti, því betri árangur getur náðst,“ sagði Guðmundur Heiðar Guðmundsson, lögmaður á vinnumarkaðssviði SA, í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins þann 19. september.

Horfa á viðtal
 

SA fagnar einföldun heilbrigðiseftirlits

 

Samtök atvinnulífsins fagna áformum stjórnvalda um að fækka heilbrigðiseftirlitsaðilum úr ellefu í tvo. Markmiðið með breytingunum er að einfalda regluverk, bæta þjónustu, lækka kostnað og auka skilvirkni í leyfisveitingum og eftirliti.

Umsögnina má lesa í heild sinni á heimasíðu SA.

Lesa umsögn
 

Grípa þarf fólk fyrr í veikindum

 

Lykilatriði er að grípa fólk snemma í veikindum sínum til að fyrirbyggja að það falli utan vinnumarkaðar. Þetta er meðal þess sem kom fram á árlegum vinnufundi SA með systursamtökum sínum á Norðurlöndunum sem fram fór í Osló í síðustu viku.

Á hinum Norðurlöndunum er til staðar skipulagt fyrir fram ákveðið ferli sem miðar að því að koma starfsmanni, í veikindaleyfi, sem fyrst aftur til starfa. Ferlið byggist á samstarfi starfsmanns, atvinnurekanda og læknis. Þessu er ekki til að dreifa á Íslandi þar sem starfsmaður getur verið utan vinnumarkaðar í veikindaleyfi svo mánuðum skiptir án nokkurs stuðnings eða meðhöndlunar.

Lesa frétt
 

Opið fyrir innsendingar til Umhverfisverðlauna atvinnulífsins 2025

 

BM Vallá hlutu verðlaunin fyrir Umhverfisfyrirtæki ársins á deginum í fyrra.

Samtök atvinnulífsins og aðildarsamtök hafa opnað fyrir tilnefningar til Umhverfisverðlauna atvinnulífsins 2025. Hvetja samtökin aðildarfyrirtæki til að senda inn tilnefningar eigi síðar en 20. október 2025.

Verðlaunin verða veitt við hátíðlega athöfn á Umhverfisdegi atvinnulífsins í nóvember, sem haldinn verður á Hilton Reykjavík Nordica.

Veitt verða tvenn verðlaun:

  • Umhverfisfyrirtæki ársins
  • Framtak ársins

Tilnefna þarf fyrirtæki sérstaklega undir hvorn flokk en einnig er heimilt að tilnefna sama fyrirtækið í báða flokka.

Dómnefnd velur úr innsendum tilnefningum en til að þær teljist gildar þurfa fyrirtæki að uppfylla sett viðmið og ítarlegur rökstuðningur að fylgja með. Aðeins skráð aðildarfyrirtæki Samtaka atvinnulífsins og aðildarsamtaka þeirra geta hlotið tilnefningu.

Sjá nánar á heimasíðu SA
 

Við erum alltaf á vaktinni

 

Samtök atvinnulífsins vinna markvisst að hagsmunagæslu í þágu atvinnulífsins og því að tryggja íslensku atvinnulífi samkeppnishæf starfsskilyrði - landsmönnum öllum til hagsbóta. Mikilvægur liður í þeirri vinnu er að vakta þingmál er varða félagsmenn og atvinnulífið í heild og berst SA jafnframt mikill fjöldi þingmála til umsagnar.

Síðustu umsagnir SA má lesa á heimasíðu SA.

Lesa umsagnir
 

Gott að vita

 
 
 

Ársskýrsla Samtaka atvinnulífsins

 
Sjá nánar

Vorskýrsla KTN 2025
 

 
 
Sjá nánar
 

Fræðsla um EKKO mál
 

 
Sjá nánar
 
 
 
 
  Share 
  Tweet 
  Share 
  Forward 

Samtök atvinnulífsins

Húsi atvinnulífsins

Borgartúni 35

108 Reykjavík

Mánudagsmolar

Pósturinn er sendur á tengiliðalista SA

Preferences  |  Unsubscribe