Mánudagsmolar SA

Birtast myndirnar ekki? Vefútgáfa

Sigríður Margrét Oddsdóttir ráðin 
framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins

Divider line

Sigríður Margrét Oddsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins og mun hún hefja störf í september. Þá mun hún jafnframt láta af störfum sem forstjóri Lyfju.

Sigríður hefur starfað sem framkvæmdastjóri og forstjóri íslenskra fyrirtækja í tæp tuttugu ár.  Sigríður hefur auk þess setið í stjórnum margra íslenskra fyrirtækja og hagsmunasamtaka.  Sigríður er með B.Sc. gráðu í Rekstrarfræðum frá Háskólanum á Akureyri og hefur einnig sótt stjórnendanámskeið hjá IESE Business School og Harvard.

„Öflugt atvinnulíf þýðir að lífskjör á Íslandi verða áfram með því besta sem þekkist í heiminum.  Það er heiður að vera í forsvari fyrir Samtök atvinnulífsins, vinna með atvinnurekendum og þeim öfluga hópi fólks sem starfar hjá samtökunum.  Verkefnin framundan eru brýn, ekki bara fyrir íslenskt atvinnulíf heldur samfélagið allt og ég er þakklát fyrir að fá tækifæri til að leggja mitt af mörkum,“  segir Sigríður Margrét Oddsdóttir. 

Lesa frétt

Loftslagsvegvísar atvinnulífsins kynntir
á Grænþingi

Ellefu atvinnugreinar hafa nú afhent Guðlaugi Þór Þórðarsyni, umhverfis-, orku-, og loftslagsráðherra 332 tillögur að aðgerðum sem stuðla eiga að auknum samdrætti í losun atvinnugreina.

Afhendingin fór fram á Grænþingi í Hörpu í síðustu viku, í tengslum við útgáfu Loftslagsvegvísa atvinnulífsins, þar sem fulltrúar atvinnugreinanna kynntu vegvísana sína, þar sem rauði þráðurinn var:

  • Uppbygging orkuinnviða og aðgangur að hreinni orku
  • Skilvirkt regluverk og skýr markmið stjórnvalda
  • Fjárfesting í nýjum búnaði og tækni
  • Hvatar vegna loftslagstengdra fjárfestinga og framleiðslu
  • Nýsköpun og rannsóknir
  • Bætt hringrás
     
Loftslagsvegvísar atvinnulífsins
Myndir frá Grænþingi
Lesa frétt
 

Anna Hrefna ræddi aðgerðir ríkisstjórnarinnar gegn verðbólgu

Anna Hrefna Ingimundardóttir, starfandi framkvæmdastjóri SA, ræddi meðal annars aðgerðir ríkisstjórnarinnar gegn verðbólgu í Speglinum á Rás 1 í liðinni viku.

Í aðgerðunum boðar ríkisstjórnin breytingar á gjaldtökukerfi ökutækja og aukna gjaldtöku í ferðaþjónustu. Að auki verði gjald á fiskeldisfyrirtæki hækkað og veiðigjald endurskoðað, ásamt því að tekjuskattur lögaðila verði tímabundið hækkaður.

„Manni finnst eiginlega ekki forsvaranlegt að það sé verið að ráðast í slíkar aðgerðir fyrr en að aðgerðir á útgjaldahlið hafa verið tæmdar. Af því eins og ég segi - við teljum bara tekjuhliðina alls ekki vera vandamálið.“

Hlusta á viðtalið
 

Aðrir sálmar

Lesa grein

Nýir kjarasamningar eftir
8 mánuði

„Þetta er hluti af skýringum þess að efnahagslegur stöðugleiki annars staðar á Norðurlöndum er meiri en hér.“ - Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður SA, skrifar um nauðsynlegar endurbætur á vinnulöggjöfinni.

 
 
Lesa grein

Lausnin við verðbólgunni

„Ef fyrirtæki slepptu því einfaldlega að hækka verð þegar kostnaður þeirra eykst væri vissulega engin verðbólga. Vandinn er sá að þá væri líklega heldur enginn rekstrargrundvöllur.“ - Anna Hrefna Ingimundardóttir skrifar um rekstrarumhverfi fyrirtækja.

 
 
  Share 
  Tísta 
  Share 
  Áframsenda 

Samtök atvinnulífsins

Húsi atvinnulífsins

Borgartúni 35

108 Reykjavík

Mánudagsmolar SA

Pósturinn er sendur á skráða félagsmenn

Uppfæra stillingar  |  Afskrá