Mánudagsmolar SA

Birtast myndirnar ekki? Vefútgáfa

Sárt en það sjatnar

Divider line

Anna Hrefna Ingimundardóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri SA, og Stefanía K. Ásbjörnsdóttir, hagfræðingur á efnahags- og samkeppnishæfnisviði SA, fjalla um rekstur fyrirtækja, afkomu og uppsprettu verðbólgu í ritinu Sárt en það sjatnar.

„Þar þarf að horfa fram á veginn og tryggja að kjarasamningar verði til þess að draga úr verðbólguþrýstingi, en ekki öfugt. Það væri sannanlega allra hagur.“

Sárt en það sjatnar
 

Sigríður Margrét í Reykjavík síðdegis

Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri SA, og Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, ræddu komandi kjaravetur í Reykjavík síðdegis í síðustu viku. 

„Við verðum einfaldlega að vera samtaka og við verðum að vera skynsöm. Ef við gerum það sama og við höfum alltaf gert, þá fáum við í besta falli það sama og við höfum alltaf fengið.“

Hlusta á viðtalið
 

Aðrir sálmar

Divider line

Eignaójöfnuður er minnstur á Íslandi af öllum norðurlöndunum

Heimild: Credit Suisse.

 

Óskað eftir tilnefningum til Umhverfisverðlauna atvinnulífsins

Samtök atvinnulífsins og aðildarfélög óska eftir tilnefningum til Umhverfisverðlauna atvinnulífsins fyrir 13. október 2023. Verðlaunin verða veitt af forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni, á Umhverfisdegi atvinnulífsins 21. nóvember í Hörpu.

Tilnefna fyrirtæki
 

Molinn

„Við sem rekum fyrirtæki eins og mitt notum ekki kjarasamningalingó dags daglega. Við erum ekki gagnaðilar eða mótherjar okkar starfsfólks, við erum bandamenn þess og vinir. Við vinnum við hlið þeirra, með þeim og oftar en ekki fyrir þau. Þetta er því brothætt staða. Ég tel mig mæla fyrir munn margra þegar ég segist finna til ábyrgðar. Ábyrgðar á því að viðhalda því sem áunnist hefur - en glopra því ekki niður“

-Jakob Einar Jakobsson, framkvæmdastjóri og eigandi Jómfrúarinnar, á ársfundi atvinnulífsins 2022.

 
 
 
  Share 
  Tísta 
  Share 
  Áframsenda 

Samtök atvinnulífsins

Húsi atvinnulífsins

Borgartúni 35

108 Reykjavík

Mánudagsmolar SA

Pósturinn er sendur á skráða félagsmenn

Uppfæra stillingar  |  Afskrá