|
Mánudagsmolar No images? Click here Gleðilegan fullveldisdag!
Fullveldisdagurinn er í dag. Á Vísindavefnum segir: „1. desember 1918 varð Ísland fullvalda og sjálfstætt konungsríki. Kristján X. Danakonungur var þjóðhöfðingi Íslands og dönsk stjórnvöld fór áfram með utanríkismál landsins en í umboði Íslendinga.“ Samtök atvinnulífsins óska þér til hamingju með daginn. Á ég að gera það?
„Stjórnvöld geta ekki sett öðrum háleit markmið, ráðist í aðgerðir sem vinna þvert gegn þeim markmiðum og vonað að þetta reddist,“ sagði Anna Hrefna Ingimundardóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri og forstöðumaður efnahagssviðs SA í erindi á Umhverfisdegi atvinnulífsins 24. nóvember síðastliðinn.
Haustskýrsla kjaratölfræðinefndar 2025 Haustskýrsla Kjaratölfræðinefndar er komin út. Hún var kynnt á fundi nefndarinnar í húsakynnum Ríkissáttasemjara í síðustu viku. Frá yfirlýsingum til árangurs
Yfirskrift Umverfisdagsins, Frá yfirlýsingum til árangurs, fangar vel þá stöðu sem blasir við. Viljayfirlýsingar og háleit markmið hrökkva skammt ef ekki fylgja aðgerðir sem skila raunverulegum árangri, segir í grein Hugrúnar Elvarsdóttur sem birtist í Morgunblaðinu að morgni Umhverfisdags atvinnulífsins. Upptaka frá Umhverfisdegi atvinnulífsins aðgengileg á vef SA
Upptaka frá fjölmennum Umhverfisdegi atvinnulífsins er aðgengilega á vef SA. Fjöldi fólks úr atvinnulífi, stjórnmálum og stjórnsýslu tók þátt í umræðum um gagnsæi, kostnað og græna skatta. Samfélagsmiðlar SA eru iðandi af lífi
Á Facebook, Instagram og LinkedIn geturðu fylgst með starfi Samtaka atvinnulífsins, viðburðum, skrifum og umsögnum. Nýtt efni á miðlunum er meðal annars fjöldi mynda frá Umhverfisdegi atvinnulífsins. Fjölsóttur fræðslufundur með VIRK
Fimmtudaginn 13. nóvember sl. fór fram vel heppnaður fundur með þeim Vigdísi Jónsdóttur, forstjóra VIRK og Guðrúnu Rakel Eiríksdóttur, sviðsstjóra forvarnarsviðs VIRK. Þær fóru yfir tæki og tól sem atvinnurekendur geta nýtt sér til að skapa umhverfi sem er til þess fallið að stuðla að vellíðan í vinnu og draga úr veikindafjarvistum með félagsmönnum SA. Öflugur útflutningur - Aukin lífsgæði
Skýrslan Öflugur útflutningur - Aukin lífsgæði er nú aðgengilega á vef SA. Var skýrslan gefin út í tengslum við Ársfund atvinnulífsins sem haldinn var í Hörpu 2. október síðastliðinn. Útgáfan er ríflega 150 síður og gefur mikilvæga innsýn í stöðu útflutnings og mikilvægis hans fyrir samfélagið í fortíð, nútíð og þá ekki síst framtíð. Við erum alltaf á vaktinni
Samtök atvinnulífsins vinna markvisst að hagsmunagæslu í þágu atvinnulífsins og því að tryggja íslensku atvinnulífi samkeppnishæf starfsskilyrði - landsmönnum öllum til hagsbóta. Mikilvægur liður í þeirri vinnu er að vakta þingmál er varða félagsmenn og atvinnulífið í heild og berst SA jafnframt mikill fjöldi þingmála til umsagnar. Síðustu umsagnir SA má lesa á heimasíðu SA. Gott að vita |