Birtast myndirnar ekki? Vefútgáfa

Atkvæðagreiðslu um miðlunartillögu lýkur á miðvikudag

Divider line

Ástráður Haraldsson, settur ríkissáttasemjari í kjaradeilu Samtaka atvinnulífsins og Eflingar, lagði fram nýja miðlunartillögu í deilunni síðastliðinn miðvikudag.

Atkvæðagreiðsla um tillöguna hófst á föstudaginn og lýkur miðvikudaginn 8. mars klukkan 10:00. 

Aðeins félagsmenn Eflingar og aðildarfyrirtæki SA á félagssvæði Eflingar greiða atkvæði um miðlunartillögu, ólíkt fyrri atkvæðagreiðslu um verkbann.

Félagssvæði Eflingar nær til Reykjavíkur, Kópavogs, Seltjarnarness, Mosfellsbæjar og Kjósarsýslu að Botnsá, Grímsnesi og Grafningshreppi, Hveragerðisbæ og Sveitarfélaginu Ölfus.

Starfssvið félagsfólks sem starfa á veitinga- og gististöðum og við iðnað nær auk þess yfir Hafnarfjörð og Garðabæ. Umrætt starfsfólk getur því bæði fallið undir kjarasamning SA við Eflingu og SA við SGS vegna Hlífar, þar sem búið er að semja.

Undir kjarasamning SA og Eflingar fellur meðal annars verkafólk sem starfar á félagssvæði Eflingar í mötuneytum, verksmiðjum, matvælaiðnaði og slátrun, fiskvinnslu, byggingariðnaði, ræstingu, sorphirðu. Auk þess falla störf tækjastjórnenda og bifreiðastjóra, vaktmanna, ófaglærðs starfsfólks veitinga- og gistihúsa á félagssvæðinu undir kjarasamninginn.

Allar upplýsingar um miðlunartillögu ríkissáttasemjara má finna hér á meðfylgjandi hlekk og eru þær á sex ólíkum tungumálum:

Miðlunartillaga ríkissáttasemjara
Greiða atkvæði hér
 

Verkföllum og verkbanni frestað fram yfir atkvæðagreiðslu

Vegna atkvæðagreiðslu um miðlunartillögu ríkissáttasemjara hefur öllum verkföllum og verkbönnum verið frestað þar til niðurstaða atkvæðagreiðslunnar liggur fyrir, sem áætlað er að verði klukkan 10:20 þann 8. mars.

Boðuðu ótímabundnu verkbanni SA hefur því verið frestað til klukkan 16 fimmtudaginn 9. mars.

Verkbanni frestað fram yfir atkvæðagreiðslu
 

Verkbann dæmt lögmætt

Dómur var kveðinn upp í Félagsdómi í dag í máli Alþýðusambands Íslands, fyrir hönd Eflingar, gegn Samtökum atvinnulífsins.

Dómurinn var afdráttarlaus varðandi heimild SA til að boða verkbann í vinnudeilu, en ASÍ, fyrir hönd Eflingar, hafði dregið þá heimild í efa. Þá staðfestir dómurinn að SA hafi verið heimilt að boða til almennrar leynilegrar atkvæðagreiðslu um boðun verkbanns, þar sem öll aðildarfyrirtæki gátu tekið þátt.

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins:

„Það liggur fyrir að samhverfa er í vinnulöggjöfinni varðandi vinnustöðvanir og við byggðum okkar ákvarðanir á henni. Félagsdómur staðfesti í dag, líkt og við höfum allan tímann haldið fram, að SA hafa heimild til að boða verkbann, sem dregið var í efa af hálfu ASÍ. Að auki staðfesti dómurinn að sú ákvörðun stjórnar SA að bera tillögu um verkbann undir öll aðildarfyrirtækin hafi verið heimil samkvæmt lögum. Framtíðarheimildin er ótvíræð, það er gott að nú liggi sú niðurstaða fyrir af hálfu Félagsdóms.“

Verkbann dæmt lögmætt
 

Formaður Eflingar styður miðlunartillöguna

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, gaf það út núna um helgina að hún hyggist greiða atkvæði með nýrri miðlunartillögu Ástráðar Haraldssonar.

Í frétt á vef Vísis er haft eftir Sólveigu Önnu að hún búist við því að verða „grilluð á teini mjög hratt og rösklega“ vegna afstöðu sinnar, en telji ekkert annað hafa verið í stöðunni.

Sólveig Anna greiðir atkvæði með miðlunartillögunni
 

Flug­mála­starfs­menn undirrituðu nýjan kjarasamning og aflýstu yfirvinnubanni

Samninganefndir SA og Félags flugmálastarfsmanna ríkisins hafa undirritað nýjan kjarasamning. Þetta er skammtímasamningur samhljóða þeim kjarasamningum sem undirritaðir hafa verið á almennum vinnumarkaði og samþykktir með miklum meirihluta félagsmanna þeirra stéttarfélaga. 

Félag flugmálastarfsmanna og SA undirrita kjarasamning
 
 
  Share 
  Tísta 
  Share 
  Áframsenda 

Samtök atvinnulífsins

Húsi atvinnulífsins

Borgartúni 35

108 Reykjavík

Mánudagsmolar SA

Pósturinn er sendur á skráða félagsmenn

Uppfæra stillingar  |  Afskrá